Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 68
66
Hlin
enn það vel settar, að við getum, okkur til óblandinnar
ánægju, gert vi'num okkar í kaupstöðunum þanri greiða
að taka börnin þeirra til sumardvalar. — Við skiljum svo
vel hvers virði bæjarbarninu er víður fjallahringur og
fögur sveit. Fossadunur, angan skógarins og litbrigði fag-
urra blóma. Náin kynni og fjelagsskapur við skepnurnar,
og alt hið nýja og áður óþekta, sem lífið í sveitinni hefur
að Ijjóða, og er talið að geta orðið barninu æfilangt
vegarnesti.
Margur gamall fræðaþulur, prófessorar og embættis-
menn ýmsra stjetta, minnast með gleði sinna gömlu daga,
Jjegar Jjeir voru smalar í sveit. — Forsetinn okkar núver-
andi var í æsku smalí og kaupamaður í Möðrudal á Fjalli,
og hafa aldrei slitnað tengsl hans við fólk og fjalladýrð
öræfanna norður -þar.
Fyrir 20—30 árum má heita að öll sveitavinnan væri
unnin með höndum og fótum, ef svo má segja, og verk-
efnin þar af leiðandi ótæmandi: Fara snemma á fætur.
Sækja hesta í haga. Smala kvíaám. Færa mat á engjar.
Fara með heyband. Rakia dreifar. Sækja vatn í fötum.
Höggva í eldinn. Bera heim tað í poka, og svona má lengi
telja. — Allt er Jjetta nú, eins og við vitum, imnið á annan
hátt. — Agavjelamiar, rafmagnið, bílar og dráttarvjelar,
ásamt ýmsum heimilisvjelum, annast Jaetta alt, svo verk-
efnin hin eru horfin. — Og hvað þá? — Ekki mega litlu
vinirnir okkar vera iðjulausir. — Það verður að finna
])cim verkefni við þeirra hæfi, og reynir þá oftast á ráð-
snilli húsmóðu-rinnar að leysa úr Jjví vandamáli.
Svo er eitt enn, sem ekki má fram hjá ganga, það er
live lítill hluti af þessum farfuglum okkar eru stúlkur. —
Meðhverju árinu sem líðurgetur því l)iiiðbreikkaðmilli
húsfreyjanna í bæjum og bygð, því nú munu þær fara að
verða marga-r, sem bæimir h'afa alið upp, og aldrei liafa
í sveit dvalið. — Fyrir blessaðar litlu stúlkurnar virðast
verkefnin sífelt næg heima fyrir: Barnapössun, nppjjvott-
un, tiltekt í húsinu, smásnúningar og sendiferðir.