Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 34
32
Hlin
kosningarjett kvenna safnað ujn allar bygðir og sendar
stjórnarvöldunum.
Þegar tekið er tillit til erfiðleikanna í sambandi við út-
gáfu íslensks blaðs í Vesturheimi, má segja að það hafi
gengið 'kraftaverki næst að geta stofnað og haldið áfram
útgáfu mánaðarblaðs í samfleytt 12 ár. — Margrjet var rit-
stjóri bliaðsins, en auk ferðalaganna og ritstarfanna ann-
aðist hún um heimili og börn. — Heimilisannir hafði hún
miklar, því þau hjónin voru bæði með afbrigðum gest-
risin, enda komu þar margir, oft stanslaus straumur frá
morgni til kvölds. — Margrjet var skemtileg i viðræðum,
víðlesin og fróð um margt. Hún gat gert tvent í einu, og
stóðu margir undrandi að liorfa á hana gera það, hún
setti stílinn, en meðan hún var að því, gat hún talað um
alla heima og geima við gesti sína.
Þeir, sem komu til jressa lands upp úr aldamótunum,
muna vel baráttu Margrjetar í Kvenfrelsismálinu. Hlýn-
aði mörgum um hjartaræturnar, við að lieyra hana af allri
sinni mælsku, hita og krafti berjast gegn jjeirri heimsku,
að kona mætti ekki lögum samkvæmt greiða atkvæði,
vegna jjeirra kosningaskilyrða er lögin settu.
„Eins og það, að konan væri ekki persóna. Heldur
hvað?“ spurði Margrjet, „heldur hlutur, ekki persóna,
heldur fugl, ekki persóna, heldur ósjálfstæð vera, ekki
persóna, heklur áliald?
í kosningalögunum víðast hvar var þess þá getið, að
þeir sem kosningarjett liefðu væru karlmenn, þó livorki
væru læsir nje skrifandi. En vitfirringum, reynslulausri
æsku og glæpamönnum — og hlustið nú á — konum (!)
var ekki veittur sá rjettur. — Konur, sem karlmennirnir
kalla ástirnar sínar, voru settar á bekkinn með vitfirring-
um og glæpamönnum!“ — Svo mörg eru þau orð.
Vafalaust átti „Freyja", frú Margrjet og aðrir, sem
fylgdu henni að málum, stóran þátt í Jjví, að Manitoba
var fyrsta fylkið í Kanada, sem veitti konnm kosningar-
rjett og kjörgengi. — Þegar Liberalflokkurinn komst til