Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 112
110
Hlín
augia á bæturnar, þær eru niðri í skónum, og vinnan er
fljótleg: Alt saumað í vjel. — Jeg vil mæla hið besta með
þessum bótaskap, hann borgar sig. — Sniðið hefði átt að
fylgja, en jeg hugsa, að ekki verði íslenskum konum skota-
skuld úr því að finnia sjer gott snið. — Halldóra.
Yfirsæng í hólfum.
Gömul og góð aðferð við að hressa upp á gamalt fiður
eða dún, er að hita það í potti yfir lítill glóð. — Lifnar
f'iðrið við það og verður sem nýtt.
Gamlar sængur, sem ef til vill hafa lengi gengið rnanna
á milli, eru ekki skemtilegar, en hressiast mikið við þessa
aðgerð.
En það var um yfirsæng í hólfum, sem þessi grein átti
að fjalla. — Allir kannast við það, að fiður eða dúrnn, ekki
síst, ef efnið er farið að eldast, Ihefur tilhneigingu til að
færast í annan endann eða aðra hliðina,svo hlýindinverða
oft minni en skyldi. — Þá er gott að hólfa innraverið, og
láta fiðrið í hvert hólf fyrir sig. — Þó dúnninn eða fiðrið
sje lítið, verður það drýgra með þessu móti.
Hólfin eru 4—5, og þau eru gerð þannig, að ljerefts-
ræma, 4—5 cm. breið, er saumuð með vissu millibili
beggja megin í verið í saumavjel. — En það er ekki hægt
að koma þessu við nerna verið sje haft opið að minsta
kosti ií annan endann eða hliðina. — Halldóra.