Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 46
44
Hlin
skemri en vænst liafði verið. Hún andaðist að heimili
sínu, Spítalaveg 15, Akureyri, 14. júní 1953, eftir nálega
sex vikna sjúkdómslegu. Áður en hún lagðist, hafði hún
um nokkurt skeið kent vanhieilsu, en gegndi þó húsmóð-
urstörfum sínum á meðan hún hafði fótavist.
Vikurnar liðu. Móðir jörð skartaði í sumarskrúða.
Angan blóma og bjarka í örum vexti barst ineð hlýjum,
suðrænum blænurn úr garðinum við hús hennar um op-
inn gluggann. Þrestirnir sungu. Ljómi hásumarsólar
1 jek um herbergið. Þetta minti a unaðsdaga bernsku-
sumranna heima í sveitinni hennar. Það minti á litla,
kæra bernskúheimilið og á stóra heimilið, þar sem hún
lifði fyrstu hjúskaparárin með manni sínum. Róleg og
þjáningalítil beið hún umskiftanna, sem henni duldist
ekki, að voru í nánd. Engar áhyggjur hvíldu á huga
hennar. Miklu starfi var lokið og ekkert vangert. Eng-
um hafði hún brugðist. Eiginmaðurinn, börnin og
tengdabörnin veittu henni ástúðlega umönnun til
hinstu stundar.
(Þegar F. T. varð áttræð, mintist jeg hennar sem móður og hús-
freyju í stuttri grein í dagblaði. — Meginefni þeirrar greinar er
tekið í þennan minningaþátt, sumt með litlum orðabreytingum.)
Egill Þórláksson, kennari.
TIL MÓÐUR MINNAR
á 80 ára afmælinu, 21. júlí 1952.
Frá HERMÍNU.
Hvernig á jeg þjer að þakka, móðir!
Þínir ríku vilja- og kærleikssjóðir
áttu nóg til óþrotlegra gjafa,
og aldrei þeir í gildi fallið hafa!