Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 94
92
Hlín
vera auðmjúkur, að jeg megi ávalt hugsa, tala og breyta
eins og Guð vill að jeg hugsi, itali og breyti, og að mjer
verði forðað frá því að eyða nokkru af orku minni til
styrktar niðurrifsöflunum, sem hjeldu mjer blinduðum
og bundnum í svo altof mörg ár.“
Þannig er þessi grein.
Það sem hún segir frá er eitt af rnörgu undursamlegu,
sem menn þessa tíma fá að þreifa á, svo þeim gangi betur
að átta sig á því, að undirrót allrar sannrar lífshamingju
er enn í dag sú sama fyrir þessa kynslóð og hún hefur ver-
ið fyrir allar hinar, sem á undan eru gengnar: — Trú og
tilbeiðs'la á Guð vorn og á hann, sem er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið. — Á þessu Ihafa margir þreifað — og all-
ir foreldrar, sem skilja rjett skyldur sínar við börn sín,
hljóta að lieggja á þetta atriði megináiherslu.
Jeg minnist rninna góðu foreldra, sem vel skildu þenn-
an sannleika. — Engin endurminning verður, er árin líða,
dýrmætari manninum en sú, er tengd er hinum andlegu
verðmætum, er felast í trú og guðstrausti. Það sýnir
reynslan nú sem fyiT.
Mig langar til að 'Ijúka þessu máli mínu með Jrví að
rifja upp það, siem mjer varð minnisstæðast á fermingar-
daginn minn. — Þegar jeg kom ofan þann morgun, sá jeg,
að faðir minn var ekki kominn á fætur, hann sat uppi við
dogg í rúminu sínu, hafði fjöl á sænginni og var að skrifa.
— Eftir litla stund kallaði hann í mig: — „Þetta átt þú að
eiga, Sigurlaug mín,“ sagði hann, og rjetti mjer blaðið,
sem hann hafði skrifað á. — Jeg kysti hann fyrir og hugs-
aði um leið: „Þó hann eigi að ferrna í dag, þá hefur hann
vakað í nótt, til að geta gefið mjer þetta til minningar."
— Og jeg var djúpt snortin. — Á blaðinu var bundin í
1 jóð, leiðbeinandi lífsspeki elskandi föður til óráðinnar,
ungrar dóttur.
Dagurinn var allur ágætur. Fermingarathöfnin í Jrjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði var mjög hátíðleg helgistund. —
Fermingarveisla iheima í Görðum, þar sem vinir og vanda-