Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 21
Hlin
19
hafa verið í Winnipeg, auk fagnaðar- og kveðjusamsæta
safnaðarins. — Það var byrjað að byggja nýja kirkju 1904.
— Hjer var verkefni fyrir fjelagið að styrkja eftir mætti,
enda sýna gerðabækurnar að Jrað hefur verið gert. Það
f keypti orgel í kirkjuna, borgaði Ijósastæki, dúk á gólfið,
diska, áhöld og skápa í eldhúsið, borð og stóla í samkomu-
salinn. — Þegar búið var að borga orgelið, var ráðist í að
^ kaupa píanó í samkomusalinn, og seinna var annað keypt
í kirkjuna, því oft voru samkomur, ýmist í kirkjunni eða
samkomusalnum. — Islenska Jrjóðin hefur jafnan verið
elsk að söng og góðum hljóðfæraslætti.
Þrekið til starfa var ómetanlegt. Starfsgleðin ljetti und-
ir. Hvert fyrirtæki rak annað. — Það var oft glatt á hjalla,
þegar verið var að undirbúa samkomur, og Jrá ekki síður
þegar bornar voru fram veitingar í samkomulok.
Snemma á starfsárum sínum kaus fjelagið nefnd, sem
falið var að votta hluttekningu fjelagsins í sorgum og
gleði vina Jress. — Blóm voru send, Jregar sorg bar að hönd-
* um, og eins Jregar ástæða var til að samgleðjast einhverj-
um fjelagskonum eða vinkonum.
Árið 1914 hjálpaði fjelagið til að mynda barnakór, er
var stjórnað af Brynjólfi Þorlákssyni, sem Jrá var nýlega
orðinn organisti kirkjunnar.
Arið 1918 var erfitt, síðasta ár stríðsins mikla. — Inflú-
ensan geysaði. — Leikhús og kvikmy.ndahús voru lokuð
og samkomur bannaðar. — Skautasvell, sem unga fólkið
notaði vel, var rjett lijá kirkjunni, og gerðu fjelagskonur
sjer Jrað að skyldu að framreiða kaffiveitingar í samkomu-
salnum á hverju laugardagskvöldi. ICom þar margt af
unga fólkinu af skautasvellinu, og einnig aðrir, senr höfðu
gaman af iað spila og l'á sjer kaffi. — Þetta var afþreying
fyrir unga og gamla.
Arið 1921 var ný kirkja bygð. — Árið áður hafði hluti af
Tjaldbúðarsöfnuði sameinast unítarasöfnuðinum. Var
nýi söfnuðurinn nefndur Fyrsli sambandssöfnuður Islend-
inga í Winnipeg. Þá var nafni kvenfjelagsins líka breytt
8*