Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 64
62
Hlín
Jeg bið þig að geta mín að engu í þessu samlbandi, því
jeg sá aldrei Kristrúnu, og lief ekkert lagt hjer til nema
pappírinn og blekið. — En mikið á íslensk menning og
íslenskt þjóðlíf að þakka slíkum konum sem henni. — Ef
þær hefðu ekki með góðvild sinni og fórnfýsi borið birtu
og yl inn í líf þeirra, sem þær kyntust, þá hefði fleiri kalið
á hjarta og fleiri gefist upp í harðri lífsbaráttu.
Ó. K. G.
Rannveig H. Líndal
forstöðukona.
Rannveig Líndal dáin. — I>að kom okkur öllum vin-
um hennar rnjög á óvart, svo sterk virtist okkur hún vera,
svro lífsglöð. — Hún varð bráðkvödd 15. júlí s.l. á heimili
'frænda síns, Sigurðar Jakobssonar Líndal á Lækjamóti í
Víðidal. — Enginn sjúkdómur, ekkert dauðastríð, bráð-
kvödd mitt í starfinu. — Og við sem álitum, að hún ætti
enn langan starfsdag fyrir höndum, svo var lífskraftur
ihennar mikill, að okkur sýndist, s\ro mikil löngun hennar
Hil að starfa. — En Guð ræður!
Rannveig verður borin til moldar í ættargrafreitnum
í Lækjamóti 23. júlí n.k. við hlið Jakobs, elskaðs bróður.
Með Rannveigu Líndal er stórmerk kona fallin í val-
inn, fjölhæf, mörgum góðum gáfum gædd. Hún hafði
ágæta, fjölbreytta mentun, mikla lífsreynslu — en mest
var þó um vert góðvi'ld hennar og manngæska. Það er lík-
lega óhætt að segja, að hún var sjaldgæf, líklega dæma-
laus. — Allir elskuðu Rannveigu. Hún átti enean óvildar-
mann, en fjölmarga vini víðsvegar uin land. — Starfsdag-
urinn var orðinn langur, 72 ár, (fædd 29. janúar 1883 í
Víkurkoti í Blönduhlíð í Skagafirði).