Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 84
82
Hlin
ekki gert við eða lagfært klæðnaðinn, ekki saumað að
nýju. — Og sama máli er að gegna með matinn og þvott-
inn. — Hvernig á konan að geta stundað þetta alt svo vel
sje, án þess að verða þreytt og veikluð.
Og svo er þetta stóra atriði, að liúsmóðurina sje að
finna á heimilinu fyrir börnin og húsbóndann.
Þetta er að verða vandræðamál í öllum löndum. —
Menn tala um hálfsdags vinnu fyrir giftar konur, um
heimavinnu, um vel mentaðar hjálparstúlkur o. s. frv.,
en allir aðilar eru sáróánægðir.
A nefndu kvennaþingi virtist veiga mesta ráðið vera
það, að konumar virði og meti heimilisvcrkin meira en
verið hefur, meti þau sem íþrótt, engu síður en skrifstofu-
störf, verslunarstörf, iðnað, kenslu eða hjúkrun. — Og að
allar konur, sem giftast, þurfi að kunna til heimilisverka,
en á því sje mikill misbrestur, að þær kunni til verka.
Halldóra Bjarnadóttir.
Brjef frá iðnaðarmanni.
Kæra Halldóra!
Þú baðst mig að skrifa um eitthvert áhugamál mitt í
„Hlín“. — En jeg er orðinn frábitinn því að skrifa í blöð.
Finst það muni lítið gagn gera. — „Hlín“ þín mun þó
llesin tímarita mest. — Jeg ætla að vita, hvort mjer tekst
svo vel, að þú viljir láta prenta eftirfarandi hugleiðingar:
Fyrir fjöldamörgum árum síðan gerði jeg það fyrir þig
að aka í kalsaveðri á mótorhjóli frá Akureyri austur að
Laugum í Reykjadal og flytja þar erindi á þingi norð-
lenskra kvenna um Eldhúsbúnað. — Þetta var þegar jeg
teiknaði og bygði hús á Akureyri.
Jeg man þrent frá þessu ferðalagi: Hvað þú tókst mjer
innilega vel, er jeg kom kaldur og sundurhristur af litla