Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 32
30
Hlín
kveníjelagið, eða nokkur einn fjelagsskapur innan safn-
aðarins, eins og einn af lærisveinum hennar, og starfssyst-
ir liennar síðar, benti mjer á nýlega í samræðu um ])er-
sónu hennar og áhrif. — Áhugi hennar og áhrif snerust
inn í svo marga farvegu: Sunnudagaskólastarf, ungmenna-
starf, inn á svið hljómlistarinnar, sem var henni sjerstak-
lega hjartfólgið, inn á svið líknarmála og almennrar
menningarstarfsemi fyrir þjóðarbrot okkar á fyrstu árum
Iþess lijer á landi.
„Væn kona,“ segir höfundur Orðskviðanna, „hún er
meira virði en perlur.“ — Frú Lára Bjarnason mun jafnan
talin perla á meðal vestur-íslenskra frumbýlingskvenna
vegna fórnarlundar sinnar og framkvæmda í anda og að
dæmi Jesú Krists. — „Hún breiðir lófann á móti hinum
bágstadda, og rjettir út hendurnar á móti hinum snauða.
Kraftur og tign er klæðnaður liennar, hún opnar munn
sinn með speki og alúðleg fræðsla er á tungu hennar.
Hún vakir yfir því, er fram fer áiheimilii hennar, og etur
ekki letinnar brauð.“ — Kunnugir telja öll þessi fögrú orð
rjettmæta lýsingu á lífi og starfi frú Láru. — Heimili
þeirra Bjarnasonshjóna var um langt skeið einskonar
menningarmiðstöð fyrir fólk vort á þcssum slóðum. Hús-
móðirin breiddi, að sögn, oft út lófann á móti hinurn
snauða. — Oft skutu þau skjólshúsi yfir fólk, sem í bili
átli sjer engan samastað, eða var ókunnugt í borginni. —
„Hún opnar munn sinn með speki, og ástúðleg fræðsla er
á tungu hennar." — Eftir því að dæma hversu þær konur,
sem nutu tilsagnar hennar á sviði sönglistar, hannyrða og
hússtjórnar, tala um hana enn, hlýtur hún að hafa verið
frábær kennari.
Kunnugur maður ritaði að frú Láru látinni: „F.ins og
hann (síra Jón) varð andlegur faðir Vestur-íslendinga,
varð hún rnóðir þeirra."
Sannarlega er það þakkarvert að eiga sl'íka konu í minn-
ihgunni. Minning slíkrar konu ætti að verða öllum kon-
um og kirk julýð okkar yfirleitt ný og öflug hvöt til sjálfs-