Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 19
Hlín
17
Síra Jón Bjarnason taldi, að fleiri ungmenna sæktu skóla
úr þessurn sveitum en öðrum íslendingabygðum. — Þetta
land er nú talið eitt iiið besta af löndum Manitobafylkis.
— Það er skamt til höfuðborgar fylkisins: Winnipeg. Loft-
ið við vatnið er hressandi og margir bæjarbúar eiga þar
sumarbústaði. — Þar var Be.tel, hinu vinsæla elliheimili,
va'linn staður 1915. Þar reisti Bandalag lúterskra kvenna
Sumarbúðir sínar 7. júlí 1946. Þar er árlega haldinn Þjóð-
hátíðardagur Islendinga vestan hafs (á Gimli 2. ágúst).
Til þeirrar samkomu er vandað sem best, valdir ræðu-
menn, og Fjallkonan, klædd skautbúningi, kemur Jrar
fram og ber kveðju frá fósturjörðinni.
Islenskan er enn rnikið töluð, jafnvel meðal unglinga.
Jeg gat spurt börn til vegar á íslensku, þegar jeg var á
gangi í Jæssum bygðum, og Jiau svöruðu á góðu rnáli. —
Sveitirnar bera flestar íslensk nöfn: Geysir, Hnausar,
Alftavatnsnýlenda, Árnes, Árborg, Víðirbygð, Breiðavík,
Mikley. — Ein kvenfjelagsskýrslan hljóðar svo: „íslend-
ingar í Nýjá Islandi hafa aldrei skammast sín fyrir „Ást-
kæra, ylhýra málið“. Enn þann dag í dag læra börnin við
hnje móður sinnar, Jrað fegursta sem íslensk tunga á.“
Og á fundi Bandalagsins á Gimli 1942 var samjrykt að
fela fulltrúum að biðja fjelög sín að sjá um að unglingum
sje kent að lesa og skrifa íslensku, og að þeim sje kend
íslensk ljóð og tunga.
Fyrsta kvenfjelagið í Nýja íslandi var stofnað í Mikley
1886 og var nefnt „Undína“.
Allar sveitirnar komu á hjá sjer kvenfjelagi. — Stund-
um varð að fara úr sokkum og skóm og vaða ylir ófæruna
til þess að komast á fundina. — Það var fátt um vegi.
Síra Jón Bjarnason fór fótgangandi fram og aftur um
nýlenduna Jregar hann var að kenna og fræða, hann átti
aldrei hest. — Oft var frú Lára, kona hans, nteð honum á
Jiessum ferðum.
Það er síður en svo, að fastheldni Nýja-íslendinga við
íornar venjur sje litin hornauga. — Það er staðreynd, að
2