Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 150
148
Hlin
Jeg átti fyrir nokkrum árum þá hugmynd og tillögu, sem jeg
bar fram í fjelaginu okkar, að það myndi okkur konunum bæði
gagn og gaman, að kvenfjelögin gerðu meira að því að heimsækja
hvert annað en verið hefur. — Við gætum kynst ýmsum reglum
og starfi hvert hjá öðru, því altaf þarf maður að læra, og eins og
maður veit, „þá sjer betur augu en auga“, og það tengir nánari
kynni, hlýhug og vinaband. — Stefnuskrá kvenfjelaganna eru að
flestu mjög lík, svo það mætti vera frjálst að sameina jafnvel
fundi, ef svo stæði á. —; Nokkur fjelög hafa komið til okkar og
við átt sameiginlega stundir með þeim: Drukkið saman kaffi og
rætt saman yfir kaffibollunum og fundist gaman að mega kynnast
þannig konum úr öðrum sveitum. — Kynnin hafa verið stutt, við
höfum ekki getað boðið nein skemtiatriði, en altaf sameinast í
söng að skilnaði.
ÞULA
sungin við Heiðu Aðalsteinsdóttur, Reykjavík.
Lóan flaug um loftin blá,
ljómaði storð og haf.
Sól og vor og sumar
sína blessun gaf.
Lukt í fögrum fjallahring
fríða sveitin lá,
gengu heim að garði
gestir víða frá.
Hafir þú komið í Hallormsstað
hlýjan sumardag
og heyrt þar lífið hefja
sitt Hósíannalag,
þá veit jeg, kæri vinur minn,
hve varmt þitt hjarta sló,
og eflaust ennþá betur,
hvað inst í huga bjó.
Ýmsir búa utangarðs, en una þó.