Hlín - 01.01.1955, Page 43
Hlin
41
á járn og aðra rnálina,
grandvar, góðviljaður og
greiðvikinn.
Þessi voru börn þeirra
Margrjetar og Tómasar.
Helga, gift Kristjáni
Magnússyni. Hún og mað-
ur hennar fluttust til Am-
eríku og settust þar að.
Friðlaugur Sigurtryggvi,
kvæntur Rannveigu, systur
Kristjáns manns Helgu.
Hann tók við búi foreldra
sinnla á Litluvöllum og bjó
þar til æfiloka. Rannveig
kona, hans dó skömmu eftir 1900.Síðan kvæntist hann Sig-
ríði Daníelsdóttur pósts Steinssonar í Skagafirði.
Rósa, gift Pjetri Jónssyni Þorkelssonar frá Víðikeri í
Bárðardal. Bjuggu þau síðast á Litluvöllum.
Kristín, dó innan tvítugsaldurs.
Júlíana Friðrika, gift Sigurgeir Jónssyni á Stóruvöllum,
síðar organleikara á Akureyri.
Júliana Friðrika Tómasdóttir.
Árið 1904 fluttust þau Friðrika og Sigúrgeir úr æsku-
sveit sinni til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Þar gerðust
því meginþættir hjúskaparsögu þeirra, en hún er unr
nrargt merkileg.
Sigurgeir er löngu þjóðkunnur maður, og hefur hans
oft verið minst og þakkaður að verðleikum sá skerfur,
er hann liefur lagt til söngmenningar og annarra menn-
ingarþátta í æskjúhjeraði sínu og á Akureyri.En gengi sitt
og gæfu á hann ekki síst að þakka konunni, sem helgaði
þeirra stóra heimili, sem það lengstunr var, alla orku sína
og umönnun og rækti skyldur sínar sem fyrirmyndar-
eiginkona og móðir.