Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 76
74
Hlín
jeg óspart nota, til þess að reyna að ha£a áhrif til upp-
byggingar á börn og unglinga þessa þorps. — Einnig hef
jeg haust livert, við skólasetningu, talað til foreldra og
annara, er mál mitt viil ja heyra. — Oftas't hef jeg haft m jög
fáa, cn góða, áheyrendur við þau -tækifæri. — Mjer finst
því, að ef jeg talaði í kirkjunni, ekki fuillkomlega rjett,
að fólk, sem þangað kæmi til þess að hlusta á alt annað,
yrði að fylgjast með því, sem jeg hefði að segja, þó það
hefði engan áhuga fyrir mjer og mínum áhugamálum.
En ef-tir að síra Ingimar fiafði eitthvað leitað fyrir sjer
um ræðumann og engan fengið, vakti hann máls á því í
annað sinn, bvort jeg væri ófáanlegur til að reyna að flytja
nokkur orð í kirkju-nni, ljet jeg til 1-eiðast, og þó meðfram
vegna þess, að starlsbróðir iminn, Leifur Eiríksson, taldi
mig skyldan sem skólastjóra staðarins, að koma þarna
fram. — Hvað svo sem öllum afsökunum og skyldum líður
er jeg hjer nú.
Jeg bið þess, að allir, sem mál onitt iheyra, ungir, full-
orðnir og gamlir, hlustl á mig, unni mjer rjettdæmis en
engrar vorkunsemi.
Þegar menn eru ungir og hraustir, og allt leikur í lyndi,
jjurfa flestir engan Guð, en trúa á mátt sinn og megin,
eins og Hjörleifur iforðum. En allir vita, Iive lians æfisaga
varð endaslepp, og staður sá, -er hann valdi sjer, auðn ein
fyrir löngu. — Ingólfur, fóstbróðir hans, trúði á guðlega
forsjón, og Ijet sinn Guð um að velja sjer bújörð. — Svo
var hann trúaður á handleiðslu Guðs, að hann fór yfir
blómlegustu sveitir þessa lands og bygði við útnes, á ekki
álitlegum stað. — Öll vitum við, að þar sem hann bygði,
að tilvísun æðri máttarvalda, er nú höfuðstaður [æssa
lands. — Þetta sýnir að honum varð að trú sinni.
Þá vil jeg taka annað dæmi alveg nýtt. — Skipshöfnin af
„Agli-Rauða“ baðst fyrir og söng sálm, er hún í roki og
stórsjó stóð ráðalaus í stjórnklefa skips síns. — Jeg hef
heyrt á tal fólks, sem undraðist jre-tta tiltæki sjómann-
anna, og þá alveg sjerstaklega, að þeir skyldu þá ekki