Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 126

Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 126
124 Hlín um á Blönduósi og þeim meyjum, er þar stunda nám, en að andi Kristjönu Pjetursdóttur megi þar ríkja í sölum og störfum. -------o------- Og svo kom vorið áður en okkur varði, indælt, íslenskt vor: „Geislarnir dönsuðu um sveitir og sæ, það var söngur í lofti og ilmur í blæ. Það var morgunn í maí.“ Nú áttum við að fara að yfirgefa skólann, þar sem okkur hafði öllum liðið svo vel. — Þó við söknuðum skólans var hugurinn samt heimfús. — Við glöddumst yfir því að vera að fara heim til ástvinanna, heim í sumardaginn. En nú komu vandraeðin með farkostinn heim, hann var eng- inn, hvorki á landi, í lofti eða á sjó. — „Esja“ gamla átti leið vest- ur um, svo allar stúlkurnar, sem þurftu í vesturátt voru svo sem á grænni grein. — Forstöðukonan tók það ráð að síma til hinna „háu herra“ í höfuðstaðnum, og sjá, þeir lofuðu að senda varðskip- ið „Þór“ norður eftir nokkra daga. Þór átti í sömu ferð að flytja vermenn frá Vestmannaeyjum, sem þurftu að komast heim fyrir vorannir. Og sá dagur rann, sólblíður og fagur, að „Þór“ lagðist grunt á Blönduóshöfn. Við vorum ferjaðar um borð x litlum báti, sem róið var út úr Blöndu. Skipstjórinn á „Þór“ tók á móti okkur með virktum. Þegar lát- ið var úr höfn, hófu skipverjar hreingerningu mikla á þilfari. Strengdu þeir kaðla um þvert skip fyrir aftan lestina, og kölluðu víglínu. — Fyrir aftan víglínuna stóð hópur vermanna. Nokkur andlit þekti jeg í þeim hóp úr nágrannasveitum Húsavíkur. — Þeir höfðu orð á því, dátarnir okkar, því auðvitað hjetu þeir skip- verjar á „Þór“ dátar, að þegar þeir fengju einusinni svona góða gesti, ljetu þeir ekki taka þá af sjer, og því settu þeir upp varnarlin u. Og svo hófst dans á þiljum gamla „Þórs“. En erfiðlega gekk með músíkina. Ekkert var hljóðfærið nema ónýtur grammofónn, var slitin í honum fjöðrin, en það var til ráða tekið að binda hana saman með snæri. — Þá var fónninn dreginn upp og dansað af kappi meðan snærið rann sitt skeið. — Víst var þetta góð skemt- um að dansa þarna á þiljum „Þórs“ í glaða sólskini meðan hann skreið út spegilsljettan Húnaflóa. — Fanst okkur nú Húnaflói all- ur annar en haustið áður, er við vorum á leið í skólann. — Einn farþegi fjekk að njóta þess að dansa við okkur ásamt dátunum, en það var Stefán frá Fagraskógi. „O, bara að það hefði nú verið hann Davíð bróðir hans,“ óskuðum við vxst allar. — Ekki stóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.