Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 133
Hlín
131
Sitt af hverju.
AFMÆLI.
Það hefur verið mikið um stór afmæli hjá islensku kven-
fjelögunum á þessu ári. — Fyrst og fremst átti Kvenfjelagasam-
band Islands 25 ára afmæli (stofnað 1930), og var þess minst í
höfuðstaðnum með virðulegum hátíðahöldum, sem fjöldi íslenskra
kvenna tók þátt í. — Kvenfjelagasambandið bauð til afmælis-
fundar formönnum allra þeirra kvenfjelaga í landinu, sem í Sam-
bandinu eru, en þau eru nú orðin rúmlega 200. Hátt á 2. hundrað
konur þágu boðið. Þær láta hið besta af förinni, hún varð þeim
bæði til fróðleiks og skemtunar. — Tíðarfar var ágætt sunnan-
lands fyrri hluta júnímánaðar.
Ellefta þing K. í. var haldið 10.—14. júní. Voru þar gerðar
margar og merkar samþyktir. — Fjárhagsáætlun hljóðar upp á
180 þúsundir. — Samþykt að styrkja verkleg námsskeið kven-
fjelaga: (Sauma, vefnað og prjón) 170 kr. á viku. — (Matreiðslu-
og garðyrkjunámsskeið) 350 kr. á viku. — „Húsfreyjan“, blað K.
I. hafði eflst og aukist á árinu. — Stjórnin var endurkosin.
Elsta kvenfjelagasambandið í landinu: „Samband Suöur-Þin£-
eyskra kvenna“, heldur upp á 50 ára afmæli sitt á þessu hausti. —
S. S. Þ. K. hefur barist fyrir mentun kvenna. (Stutt húsmæðra-
skóla sinn á marga lund.) — Eitt fjelag í S. S. Þ. K. (Húsavíkur-
fjelagið) átti 60 ára afmæli á þessu ári.
Þá á Samband vestfirskra kvenna 25 ára afmæli á þessu ári og
„Kvennabandið", V.-Húnv. kvenna, 35 ára afmæli. — Ennfremur
Samband eyfirskra kvenna 10 ára afmæli.
Frjettir frá Sambandi vestfirskra kvenna: — Við höfðum 24.
fund okkar í vestfirska Sambandinu á Patreksfirði seinni part
sumars 1954 og annaðist Kvenfjelagið „Sif“ þar á staðnum allar
móttökur með hinni mestu prýði. — Það er í fyrsta skifti sem
Sambandsfundur er haldinn á þessum stað. — Nú eru samgöngur
orðnar miklum mun betri þarna, svo margir komast með bílum, en
áður var ekki um annað að gera en skio eða báta. — Nú fórum
við, Isafjarðarkonur, með flugvjel báðar leiðir. — Það eru 14
fjelög í Sambandinu með 784 konum, það mættu fulltrúar frá
ollum fjelögunum nema einu. — Fundir á fjelagssvæðinu voru á
9*