Melkorka - 01.12.1944, Síða 5

Melkorka - 01.12.1944, Síða 5
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjóri: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Ritnefnd: Þóra Vigfúsdóttir • Valgerður Briem • Petrína Jakobsson 2. hefti ■ Desember • 1. árgangur FRAM TIL STARFS ísland lýðveldi Við, sem lifað höfum maí og júní 1944 munum aldrei gleyma þeim mánuðum. Svo þrungið var loftið af vorhug heillar þjóðar, lýðveldiskosn- ingar í maí, gildistaka lýð- veldisins — þjóðhátíð í júní. Hugur allrar þjóðarinnar var sem stór straumhörð á í vor- leysing, og áin braut af sér síðustu klakabönd erlends valds. En sól vonarinnar lék að geislabroti í dropum leys- ingarvatnsins — hugum fólks- ins. Landsfundur kvenna Leikur geislanna í dropum leysingarvatnsins hélt áfram, og landsfundur kvenna var haldinn í sólskini, þó dimmt væri í lofti. Fyrsta rúmhelga daginn eftix lýðveldishátíðina 19. júní á hátíðisdegi íslenzkra kvenna hófst landsfundur þeirra. Fulltrúarnir voru frá hinum sundurleitustu félögum, en höfðu allir sama tak- mark: að reyna að finna sameiginlegan grund- völl fyrir samvinnu allra kvenna um réttindamál sín, og það tókst. Vilji kvenn- anna sameinaðist einnig sér- staklega á fundinum í Iðnó í stórt vatnsfall, sem enn á eftir að auka straumþungann og sameinast stærri vötnum, þar til það brýtur af sér öll bönd fjárhagslegs og félagslegs ó- réttlætis, er konan á enn við að búa. Eftir hinn opinhera kvenna- fund í Iðnó sagði ein mikils- metin fundarkona, að sér fynd- ist fylling tímans vera komin fyrir kvenréttindin, og það sagðist hún aldrei hafa fundið fyrr en hún sá allar þessar konur frá stéttarfélögunum standa upp og heyrði þær tala um rétt sinn. En hugsunin í niðurlagsorðum flestra ræðukvenna var eitthvað svipuð því, sem felst í þessum orðum Rannveigar Þorsteinsdóttur: „Við höfum stofnað hér lýðveldi og kjörorð þess er frelsi og jafnrétti. Jafnframt heyrum við af vörum æðstu manna þjóðarinnar, að lýðveld- ið og framtíð þjóðarinnar hyggist fyrst og fremst á þjónustu, á fórn. Ég veit, að allar konur fund- arins munu ekki síður en karlmenn standa vörð MELIÍORKA 35

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.