Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 23
er ódýr og hollur matur. Burt með öll börn af
baklóðum og göturæsum, látum menntaða upp-
eldisfræðinga og barnfóstrur annast barnaupp-
eldið í barnaheimilum og í barnagörðum, sem eru
boðleg menningunni. . . .
Frú Breiðdal (grípur fram í) : Haldið þér, að
ég sé hingað komin til að hlusta á þvílíka romsu.
Ég er komin hingað til að tala um starf yðar og
setja yður reglur. Yður blýtur að vera Ijóst, að
þér hafið fyrirgert trausti mínu og góðvild með
frumhlaupi yðar. Þér hafið sært mig djúpu sári
um leið og þér blettuðuð heiður blaðsins.
Erna: Mér þykir leitt, frú Breiðdal....
Frú Breiðdal (grípur fram i): Ég veit að þér
eruð ekki slæm manneskja, en þér eruð á villi-
götum og því hörmulegra er það, sem þér eruð
gædd góðum gáfum og persónuleika til að vinna
menn á yðar mál. . . . Hafið þér nokkurn tíma
hugsað út í hvers vegna ég, öldruð kona, sem lítið
hef sett mig inn í blaðamennsku, legg á mig þær
áhyggjur, sem blaðaútgáfu eru samfara?
Erna: Já, frú, og ég hef undrazt það vegna
þess, að mér er kunnugt um að þér hafið fengið
ágæt kauptilboð í blaðið.
Frú Breiðdal: Ég hef fengið fjölda kauptil-
boða. En ég hef tekið tryggð við þetta blað. Það
er eins og ég sé gróin við það með hjartarótum
mínum. Á ég að segja yður ástæðuna? (í lægri
róm). Nú sýni ég yður mikinn trúnað, frú Erna,
en ég veit að þér eruð ekki ódrenglynd og því
verður leyndarmál mitt vel geymt hjá yður.
Erna: Því megið þér treysta, frú Breiðdal.
Frú Breiðdal: Eins og þér vitið, var maðurinn
minn sálugi einhver mesti blaðamaður hérlendis.
(Erna hneigir höfuðið viðurkennandi). Nafn
hans var alltaf trygging fyrir velrituðu og
skemmtilegu blaði. Honum var það leikur einn
að afla svo margra kaupenda að blaði væri fjár-
hagslega borgið. Hann keypti eða stofnaði blöð
og seldi þau smátt og smátt,'stundum gaf hann
út þrjú—fjögur blöð samtímis, en það voru aldrei
þau sömu til lengdar. Mér sárleiddist þetta blaða-
brask hans, skildi ekki þessa undarlegu ástríðu
hans, þetta tafl með ný blöð, sem hann virtist
missa áhuga fyrir um leið og þau voru orðin
traust og arðvænleg fyrirtæki. Við fjarlægðumst
hvort annað, fleira en þetta var orsðkin. Ég fann
grunninn riða undir fótum mér, heimili okkar
var að liðast í sundur. Á þeim árum var hjóna-
skilnaður erfiðari, fátíðari og hneykslanlegri en
nú er. Mér lá við algerri örvinglan. (Tekur sér
ofurlitla málhvíld og horfir á Ernu, sem hefur
hlustað á hana með samúð). Ég veit ekki livað
kemur að mér að vera að segja yður þetta.
Erna: Þér þurfið ekki að óttast, að ég fari illa
með það, sem þér segið mér í trúnaði, frú Breið-
dal.
Frú Breiðdal: Nei, það veit ég. — Já, ég var
að segja yður frá örvinglan minni. I einu hug-
sýkiskastinu ráfaði ég burt frá heimili mínu. Það
var um haust og veður skuggalegt. Ég hafði í
rauninni ekkert takmark, en hvarflaði þó í hug,
að dauðinn væri einfaldasta lausnin á ógæfu
minni. Þó að hugsunin næði ekki á mér föstum
tökum, var þó eins og hún teymdi mig lengra og
lengra frá heimili mínu, ósjálfrátt stefndi ég til
hafs. Myrkrið skall á, einstæðingsskapurinn yfir-
þyrmdi mig, ég hneig niður, örmagna og fannst
einu gilda, hvað um mig yrði. Liklega hefði ég
legið þarna lengi og hlotið af lífshættuleg veik-
indi, ef ég hefði ekki séð blysið....
Erna: Blysið?
Frú Breiðdal: Já, ég sá blys. Fyrst hélt ég, að
þetta væri ofskynjun eða eitthvað dularfullt, en
hvað sem Jjað var, tendraði Jjað von og eftirvænt-
ingu, ég reis á fætur og gekk á móti því. Þegar
ég kom nær, sá ég andlit fölt af ótta. Maðurinn
minn bar blysið. Þegar ég kom ekki heim áður
en myrkrið skall á, varð hann ofsalega hræddur,
kallaði sarnan nokkra menn til að leita mín. Hann
hafði ekki J>olinmæði til að bíða eftir því að þeir
byggju sig til fararinnar og kveiktu á Ijóskerum,
heldur þaut af stað á undan J)eim og þreif með
sér logandi kyndil. Þetta atvik hafði örlagarík
áhrif á sambúð okkar. Eftir þetta mátti hún kall-
ast góð. í fögnuði sínum yfir ]>ví að hafa heimt
mig úr helju og leyst heimili okkar úr ógæfuviðj-
unum, stofnaði maðurinn minn heimilisblaðið.
Yður finnst þetta ef til vill undarlegt, en ]>að var
honum líkt. Hann gaf mér þetta blað og valdi því
nafnið Blysið. Ég hef alltaf litið á þetta hlað sem
tryggðapant frá manninum mínum og ekki viljað
melkorka
53