Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 39

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 39
Nokkur orð um menntun Ejtir María Þorsteinsdóttur Margt er ritað og rætt um þjóölíf vort nú á tímum og þann auð, sem við allt í einu eigum erlendis. Virðast menn ekki á eitt sáttir, hvernig verja skuli honum. Virðast sumir vilja fram- kvæma einhverjar raunhæfar umbætur, aðrir að hann verði sparifé burgeisanna og enn aðrir virð- ast vilja láta hann gufa upp, svo að hann verði engum að þrætuefni eða til ásteitingar. Þetta er nú allt fyrir utan og ofan minn skilning, þó að ég hafi einstöku sinnum hlustað á það. En þegar ég hef verið að hlusta á umræður um alla þessa auðlegð, sem okkar fyrrum svo fátæka þjóðfélagi hefur fallið í skaut, hefur sú spurning hvarflað að mér, hvort við hefðum nú ekki loksins ráð á að kosta ofur litlu meira til að mennta æskulýð- inn en hingað til hefur verið gert. Ég hef oft hugsað um það, hve okkar litla þjóðfélag væri fjarskalega miklu betur statt, ef það væri betur menntað. Ef hver einasti einstaklingur væri svo menntaður, að hann gæti unnið eitthvert ákveðið starf í þágu þjóðfélagsins. Ég hef átt tal um þetta við allmarga og virðist mér sem flestir séu sam- mála um þetta. Furðar mig mjög á því, að ég skuli hvergi hafa heyrt neinar tillögur, sem að þú komst fyrir sex árum til þess að taka Ólaf frá mér. Þú vannst samþykki mitt með blíðmæl- um þínum og kvaddir mig svo. Sjálf stóð ég eftir, öllu svipt, eins og rjúpa yfir rændu hreiðri. Við dyr mínar heyrði ég þig hlæja. Síðan hef ég ekki getað grátið. Ég hlæ, þegar aðrar konur gráta. Höslculdur: Getur ekki verið, að fleiri hlæi með harm í brjósti? Melkorka (skjálfrödduð): Ég átti eina fyrir- ætlun, eina ósk, þá að koma Ólafi utan á fund föður míns. Sú ósk magnaði vilja minn, þegar hún mætti mótþróa þínum. Ég hét að koma Ólafi utan, og það hef ég efnt. þessu lúta. — Mér finnst til dæmis, að kven- félögin ættu að láta þetta mál til sín taka, ég segi kvenfélögin, af því þau hafa svo margar mæður innan sinna vébanda, og mæðrunum hlýt- ur að vera þetta sérstakt áhugamál, ef þær átta sig á því. Að vísu mun spor vera í þessa átt stigið, ef tillögur þær, er kennaraþingið sam- þykkti, ná fram að ganga. En mér finnst þær til- lögur ná of skammt. Það er ekki nóg að fram- lengja skólaskylduna til 16 ára aldurs, hún þarf að vera til 18 ára a. m. k. Mér er auðvitað Ijóst, að þetta yrði talsvert átak fyrir þjóðina, í fyrstu a. m. k. En myndi það ekki borga sig samt? Mér er að vísu ljóst, að þessum málum verður aldrei komið í gott horf fyrr en í sósíalistisku þjóð- félagi, en megum við vera að bíða eftir að það komi? Ég er þess líka fullkomlega sannfærð, að því upplýstara og menntaðra sem fólkið er, því betur skilur það þjóðfélagsmálin og því heil- brigðari verða sjónarmið þess gagnvart þeim. En það er ekki nóg að setja lög um skólaskyldu, það þarf líka að sjá um, að aðstæður séu til að fram- fylgja þeim. Mér er það vel Ijóst, að margir eru mildu færari en ég til þess að útbúa tillögur um þetta mál, en ég ætla nú samt að setja hér þær tillögur, sem ég hef hugsað um yfir grautarpott- unum og gólfskúringunum: Ríkið kostar skólana algerlega, þar með taldar bækur, sem fylgdu þá auðvitað hverjum skóla, en yrðu ekki í einkaeign eins og nú er. Saumastofa yrði einnig starfrækt í sambandi við hvern skóla og saumaði hún ódýr föt á nemendur. Á ég þá sem sagt við, að fæði, húsnæði og bækur yrðu nemendum algerlega frítt. Gegn þessu væru svo nemendur skyldaðir til að vinna að framleiðslustörfum tvo mánuði á hverju sumri, t. d. frá 13 ára aldri til 18 ára eða þarlilskólavist lyki,því aðauðvitað yrðisvofram- leiðslan að bera hitann og þungann af þessu með sköttum. Nú dettur ef til vill einhverjum í hug, MELKORKA 69

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.