Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 42

Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 42
FRJÁLSAR KONUR Ejtir Astu Jósepsdóttur „Líjið er okkur einskisvert,“ sögSu kvenhetjur Leningradborgar, „nema sem frjálsir einstakling- ar; okkar jrjálsa landi eigum viS jrelsið að launa, fósturjörð okkar, sem hejur alið okkur og leist undan oki og ánauð, og við erum reiðubúnar að jórna öllu til þess að verja það á neyðarstund þess.“ Eftir margra alda kúgun og niðurlægingu hefur nú ís- lenzka þjóðin endurheimt frelsi sitt — og við íslenzkar konar fögnum af alhug frelsi þjóðar okkar, og lítum bjartsýnar og vonglaðar inn í töfraheim framtíðarinnar. Við treystum því fyllilega að íslenzku þjóðinni takist að halda svo vel á málum sínum, að hún beri gæfu til þess að það verði ekki aðeins brot af þjóðinni sem verði frels- inu aðnjótandi, heldur alþjóð. Þegar við frelsisunnandi íslenzkar konur lítum í kring- um okkur í hinum stóra heimi, getum við vart annað en staðnæmzt við einn blett á okkar hrjáða jarðarhnetti, reyndar allstóran, eða 1/6 hluta hans, þar sem konan hefur notið fulls jafnréttis á við karlmanninn, í meir en aldarfjórðung. Þessi staðreynd ætti að vera konum allra landa næg hvöt til þess, að þær kynntu sér nánar það stjórnskipulag, sem eitt allra í heiminum metur svo mik- ils konuna. En því miður höfum við konur ekki verið svo vel á verði sem skyldi fyrir auknum réttindum okkur til handa. Allt of margar mætar konur loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að konan í Sovétlýðveldunum, landi sósíalismans, hefur þegar öðlazt þau dýrmætu réttindi sem við allar frelsisunnandi konur keppum að. Ofur skiljanleg er andúð sú, sem tryggar dætur hins borgaralega þjóðskipulags (kapitalismans) sýna Sovét- lýðveldunum, því eins og hinn illræmdi Hitler sagði ein- hverju sinni, „ef sama lygin er nógu oft endurtekin, trúir fólkið henni.“ Og þvílíkt flóð, sem flætt hefur yfir sak- laust og fáfrótt mannkyn, af tímaritum, blöðum og bók- um auðvaldsheimsins, sem keppzt hafa um að endurtaka alltaf sömu lygarnar um Sovétríkin. Það er ekki eins auðvelt að skilja þær konur, sem í hjarta sínu efast um ágæti og óhaggananleik auðvaldsskipulagsins, en þykjast þó ekki sjá né heyra það sem fram fer innan landamæra þess lands, sem eitt allra elur upp frjálsar konur. Sú spuming kemur ósjálfrátt í hugann, hvort þessar efa- sömu kynsystur séu enn að glíma við hinn gamla draug afturhalds og kúgunar? Eitt er víst, að þær skortir það frelsi hugans, sem leyst getur þær úr þessum fjötrum. „Ilver einasta eldhússtúlka verður að læra að stjórna ríkinu." LENIN. Milli tveggja ægilegustu styrjalda sem mannkynið hef- ur háð, reis hinn nýi heimur í austri af grunni. Ríki sósíalismans var stofnað þrátt fyrir ógurlegustu árásir og hatur auðvaldsheimsins. Allt var gert, sem mannlegur máttur er fær um, til að drepa það í fæðingunni. Ótelj- andi eru þau málgögn auðvaldsheimsins, sem allt fram að þessari heimsstyrjöld kepptust um að æpa um „rauðu hættuna", eða m. ö. o. hættuna, sem auðvaldi stafar af valdi verkalýðs og hænda! Hátt var hrópað um konur, sem enga móðurtilfinningu áttu, konur, sem unnu karl- mannsstörf og vanvirtu með því kveneðli sitt o. s. frv. Ennþá er þetta allt í fersku minni. Ennþá minnisstæðar óteljandi myndir auðvaldsblaðanna af hungurmorða fólki í „ríki bolsivismans, þar sem aðeins harðstjórn og kúgun ríkti.“ 72 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.