Melkorka - 01.05.1945, Page 18

Melkorka - 01.05.1945, Page 18
Þjóðin væri 50—100 árum eftir öðrum þjóð- um í Evrópu, það þyrfti að vinna upp á skemmri tíma en 10 árum. Þetta yrði aðeins hægt með því að allir, bæði karlar og konur, tækju þátt í uppbyggingunni. Og það komu allir, konurnar ekki síður. Þær yfirgáfu hlóðirnar og tóku skóflu og haka í liönd eða fóru í verksmiðjurnar og smíðuðu vél- ar, aðrar lærðu svo að stjórna þeim; þær fóru á sjóinn og sigldu skipum Sovét- ríkjana til fjarlægra landa og þær lögðu sig eftir vísindum, því þau voru undirstaða allr- ar uppbyggingarinnar. Svo er nú komið, að engin starfsgrein mun til innan vébanda Sovétlýðveldanna, sem konur vinna ekki að jöfnum höndum og karlmenn og fyrir sömu laun, enda eru nú aðeins 2% kvenna í So- vétríkjunum, sem vinna eingöngu heimilis- störf. Árangurinn er í dag augljós öllum heiminum. Eftir 20—25 ár er þessi ómennt- aða bændaþjóð orðin meðal fremstu þjóða í tækni og verkkunnáttu, og hugrekki henn- ar, samhugur og hetjudáðir lýsir sem brenn- andi viti um alla jörð. Hver áhrif þessi lífsháttabreytni hefur haft á konurnar sjálfar, sýna ummæli, er danskur prófessor í stjörnufræði hafði um rússnesku konurnar. Hann var laust eftir 1930 boðinn til Sovétríkjanna til að athuga merkilegan sólmyrkva, sem ekki sást annars staðar. í grein, sem hann skrifaði eftir heirn- komuna, sagði hann, að ekkert hefði vakið eins eltirtekt sína í Rússlandi og konurnar, og sagði mörg dæmi um það. Hann hafði meðal annars horft á íþróttakonur fylkja sér um göturnar í Moskva. Þar þóttist hann sjá alveg nýja konu, frjálsa, djarfa og leiftr- andi af æskuþrótti. Hvar sem hann kom mætti hann konunni í öllu starfi, og alls staðar var hún hin sama. Hann kvaðst spá því, að konurnar í Rússlandi tækju völdin mjög svo bráðlega. Hann mun ekki reynast sannspár um það, því að rússnesku konurnar munu í framtíð- inni eins og nú standa við lilið karlmanna /---------------------------------\ J Ó H. V. J E N S E N: VÍSUR Hreinsvalar hendur huldutré rétta móti sumarmána. Árið eftir: Grænkandi viðir glóa í ljósi mildrar munarnætur Árið eftir: Þýðvindar blása, þýtur í laufi, kveður fugl á kvisti. Eftir níu ár: Enn grænka viðir í góðu ljósi svalrar sumarnætur. Fríða Einars þýddi V_________________________________/ eins og góðir félagar og rækja skyldur sínar eins og þeir. Það er hvergi i heiminum ósk konunnar að fd yfirráð, heldur að vera álitin mann- eskfa, sem hefur sams konar ábyrgð á sinu eigin líf i og gagnvart heildinni eins og brœð- ur hennar, karlmennirnir. 14 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.