Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 18
Þjóðin væri 50—100 árum eftir öðrum þjóð- um í Evrópu, það þyrfti að vinna upp á skemmri tíma en 10 árum. Þetta yrði aðeins hægt með því að allir, bæði karlar og konur, tækju þátt í uppbyggingunni. Og það komu allir, konurnar ekki síður. Þær yfirgáfu hlóðirnar og tóku skóflu og haka í liönd eða fóru í verksmiðjurnar og smíðuðu vél- ar, aðrar lærðu svo að stjórna þeim; þær fóru á sjóinn og sigldu skipum Sovét- ríkjana til fjarlægra landa og þær lögðu sig eftir vísindum, því þau voru undirstaða allr- ar uppbyggingarinnar. Svo er nú komið, að engin starfsgrein mun til innan vébanda Sovétlýðveldanna, sem konur vinna ekki að jöfnum höndum og karlmenn og fyrir sömu laun, enda eru nú aðeins 2% kvenna í So- vétríkjunum, sem vinna eingöngu heimilis- störf. Árangurinn er í dag augljós öllum heiminum. Eftir 20—25 ár er þessi ómennt- aða bændaþjóð orðin meðal fremstu þjóða í tækni og verkkunnáttu, og hugrekki henn- ar, samhugur og hetjudáðir lýsir sem brenn- andi viti um alla jörð. Hver áhrif þessi lífsháttabreytni hefur haft á konurnar sjálfar, sýna ummæli, er danskur prófessor í stjörnufræði hafði um rússnesku konurnar. Hann var laust eftir 1930 boðinn til Sovétríkjanna til að athuga merkilegan sólmyrkva, sem ekki sást annars staðar. í grein, sem hann skrifaði eftir heirn- komuna, sagði hann, að ekkert hefði vakið eins eltirtekt sína í Rússlandi og konurnar, og sagði mörg dæmi um það. Hann hafði meðal annars horft á íþróttakonur fylkja sér um göturnar í Moskva. Þar þóttist hann sjá alveg nýja konu, frjálsa, djarfa og leiftr- andi af æskuþrótti. Hvar sem hann kom mætti hann konunni í öllu starfi, og alls staðar var hún hin sama. Hann kvaðst spá því, að konurnar í Rússlandi tækju völdin mjög svo bráðlega. Hann mun ekki reynast sannspár um það, því að rússnesku konurnar munu í framtíð- inni eins og nú standa við lilið karlmanna /---------------------------------\ J Ó H. V. J E N S E N: VÍSUR Hreinsvalar hendur huldutré rétta móti sumarmána. Árið eftir: Grænkandi viðir glóa í ljósi mildrar munarnætur Árið eftir: Þýðvindar blása, þýtur í laufi, kveður fugl á kvisti. Eftir níu ár: Enn grænka viðir í góðu ljósi svalrar sumarnætur. Fríða Einars þýddi V_________________________________/ eins og góðir félagar og rækja skyldur sínar eins og þeir. Það er hvergi i heiminum ósk konunnar að fd yfirráð, heldur að vera álitin mann- eskfa, sem hefur sams konar ábyrgð á sinu eigin líf i og gagnvart heildinni eins og brœð- ur hennar, karlmennirnir. 14 MELKORKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.