Melkorka - 01.05.1947, Page 14

Melkorka - 01.05.1947, Page 14
MADDAMA GUÐRUN Ejlir Oliifii Arnadóttur Maddama Guðrún er löngu gengin til feðra sinna og horfin sjónum allra venju- legra manna. En verk hennar lifa enn. Af- komendur þeirra blóma, er hún sáði til endur fyrir löngu, halda áfram að geisla frá sér fegurð og yndisþokka á sínum árstíðum, og björk og reynir minna ennþá á fóstur- móður sína, þótt langt sé nú síðan maddama Guðrún signdi krónur þeirra. Prestskonan hafði þann sið að bregða krossmarki yfir trjáplöntur að lokinni gróðursetningu. Ef til vill hefur lnin verið að skíra þær til vaxtar og þroska, eins og maður hennar mannssálirnar. En Iivað unr það, trén hafa dafnað. Hver veit nema þú Jiafir einlivern tíma staðið og dáðst að þeim, það er ekkert ótrúlegt. Maður maddömu Guðrúnar, síra Einar, var „fæddur með óróann í lijartanu", eins og Jiann orðaði það, og framan af ævinni var liann á flækingi frá einu brauðinu til annars, en það varð einmitt orsök þess, að verk maddömunnar Jifa í öllum landsfjórð- ungum. Maddama Guðrún var í góðu skapi. kvöldið var mjúkt og lilýtt og allir komnir inn í liáttinn. Hvað var það nú, sem hún þurfti að gera í kvöld. Planta út garðabrúðinni og venusvagnin- um, flytja stóru rósina frá ltúsveggnum og skipta henni. Þetta var yndislegur staður og yndislegur garður. Blessuð trén, þau koma til. Það er naum- ast að þessi rós liefur rætur, flæmdar út um allt. En sú þyngd. Ég verð víst að kalla á séra Einar. Það vildi nú svo vel til, að jnestur liafði staðið við gluggann og horft á maddömuna, þar sem liún var að lrisa við að ná upp rós- Surnar á íslandi 10 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.