Melkorka - 01.05.1947, Page 22
HúsmóðurstarfiS og framtíðin
Eftir Nönnu Olafsdóttur
Það er mikið ritað og rætt um skipulega
hagnýtingu vinnuaflsins, vegna liins ónóga
mannafla tii aðalatvinnuveganna. Of mikið
af fólki sé við verzlunina og óþarflega mik-
ill vinnukraftur við iúxusbyggingar. En
hvergi hefur verið minnzt á óhÓfseyðslu á
vinnuafli til gólfþvotta, matartilbúnings og
barnauppeldis.
„Við erum fáir og smáir“ er uppáhalds-
skjói meðalmennskunnar og lágkúrunnar og
æfinlega sagt, þegar þarf að afsaka aum-
ingjahátt. Við erum ekki smærri en við sjálf
viljum og vinnuaflið notum við aðeins til
hálfs. Verkafólk kaupum við erlendis frá,
og þegar það nægir ekki, liggja verkefni ó-
Jeyst, og andvarpið „við erum fáir og smáir“,
er einskonar líkræða.
Hvar er þá þetta vinnuafl, sem við not-
um ekki? Það er á heimilunum.
Við sóum stórkostlegu vinnuafli í óarð-
bær heimilisstörf fyrir ímyndaða rómantík,
á öld nýsköpunar og gerbreytinga í atvinnu-
háttum. Flestallar giftar konur, svo og marg-
ar ógiftar, eyða allri sinni lífsorku í gólf-
þvotta, matargerð og uppeldi barna að hálfu
leyti (þar sem börn fá, að minnsta kosti nú
orðið, uppeldi sitt að hálfu á götunni og sum
að öllu leyti). Þessi staðreynd stangast að
vísu allliarkalega á við barlóminn um fá-
tæktina og fólksekluna, því að við getum
hvorki verið fá né fátæk, þegar við höfum
ráð á slíkum lúxus.
Með rökum verður ekki annað sagt, en að
við lifum í þessu tilliti um efni fram. Við
verðum að skipuleggja gólfþvottinn, matar-
gerðina og barnauppeldið og fá konurnar
út í atvinnulífið.
Það er rétt að gera sér grein fyrir slíkri
breytingu, miðað við liagsmuni konunn-
ar.
Langflestar konur giftast, stofna heimili,
eignast börn og segja þar með skilið við
atvinnulífið. Eins og hagar til í okkar þjóð-
félagi nú, getur þetta hlutskipti orðið þrot-
laust erfiði vegna vöntunar á aðstoðarfólki
til heimilisstarfa. Konan verður þræll á eig-
in heimili og missir lífsgleðina furðu fljótt.
Ríka konan er að Jdví leyti betur sett en hin
fátæka kynsystir hennar, að stritið Jrarf ekki
að ræna hana lífsánægjunni. Aftur á móti
á hún á hættu, ef til vill vegna ónógs verk-
efnis lieima fyrir, að verða mest í samræmi
við fína húsið og lúxusbílinn, nokkurskon-
ar aðalmubla. Hjónabandið Jrýðir einangr-
un og af einangrun ieiðir Jrrengri sjóndeild-
arhringur. Ef konan hefur htið að gera
heima og góðan tíma aflögu, liggur leiðin
venjulega til vinkvenna, sem líkt er ástatt
um og áhugamálin verða fá og smá, hvorki
vekjandi eða þroskandi. í þessunr hópi eru
tiltölulega fáar konur. Á hinu leitinu eru
svo flestar húsfreyjur þessa iands, þær, senr
vinna öll heimilisstörfin sjálfar og annast
uppeldi barnanna. Þær eru að frá morgni
til kvölds og hafa lítinn eða engan tínra til
að sinna sérstökum hugðarefnum. Heimilið
krefst vinnu þeirra óskiptrar. Það er t. d.
eftirtektarvert, svo að nefnt sé eitt atriði, að
eini meðlimur fjölskyldunnar, sem sjaldan
hefur tínra til að ldusta á útvarp, sér að
fullum notum, er húsmóðirin. Annað er
einnig atlryglisvert. Hið sífellda ónæði,
kvörtun hér og barnsgrátur þar og bið ei-
lífa stjan í kringum eldri meðlimi fjöl-
18
MELKORKA