Melkorka - 01.05.1947, Page 31

Melkorka - 01.05.1947, Page 31
svörtu. Þetta eru tölur, senr tala.) Svörtum mönnum er bannaður aðgangur að leikhús- um, kvikmyndahúsum, veitingastöðum og baðhúsum hinna hvítu. Jafnvel járnbrautar- vagnar, sporvagnar, strætisvagnar og fljóta- bátar eru vandlega aðskildir í deildir og far- rými fyrir svarta og hvíta. Ef svartur rnaður hefur efni á að kaupa farmiða að fyrsta f'lokks járnbrautarklefa, er honum það frjálst. En þnrfi hann að fá sér máltíð, verð- ur hann að setjast bak við forhengi aftast í veitingavagninum. Hvernig smakkast mat- urinn bak við forhengi með þeirri vitn- eskju, að samferðamennirnir mundu missa lystina, ef þeir sæu þessar hornrekur neyta matar? Er það líklegt, að nokkur maður láti bjóða sér slíkt oftar en einu sinni? Sagan af kofa Tómasar frænda er orðin svo gömul, að hún hefur fengið á sig ævin- týrablæ. Öðru máli gegnir um sögur Ric- liards Wrights. Þær lýsa lífi svertingjanna af slíku miskunnarlausu raunsæi, að oss rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Þær lýsa því hversu hatur þróast af hatri og veldur einnig ósamlyndi milli negranna innbyrðis. Ógleymanlegur er kaflinn um þann hvíta þrjót, senr reynir að tæla tvo litla negrastráka til að berjast upp á líf og dauða. Höfuðglæpúr höfundarins er sá, að dómi hinna hvítu, að hann lætur ekki svín- beygjast undir ok þeirra. Hversu oft sem hann einsetur sér að vera nú nógu auð- mjúkur, skítpliktugur og einfeldnislegur negri, svo að hann fái ekki bágt hjá hinum hvítu, þá lukkast það aldrei. Því hundslegri sem svörtum manni tekst að vera, því betra, að áliti hvítra í Suðurríkjunum. Vivian Mason situr andspænis mér að te- drykkju á hótel Eden og er að fræða mig um ýmislegt þessu viðvíkjandi. Frásögn hennar er hins vesrar lansitum hófsamari en O o Richards Wrights. „Ef við skyldum hittast í Washington," segir hún, „gætum við ekki setzt saman að tedrykkju á opinberum veitingastað. Ef við Vivian Mason yrðum samferða í vagni, yrði ég að sitja aftur í, en þú framrni í. Ég mótmæli ákaft í huganum. Slík óhæfá, liugsa ég, hlyti að skerða virðingu sjálfrar mín. En þó varast ég að segja þetta upphátt. Því að svo mikið er víst, að ég yrði að hlíta hinni ríkjandi landsvenju, þegar þangað væri komið. Þannig fór fyrir mér, þegar ég dvaldist í Þýzkalandi á dögum nazismans. Aðeins einu sinni áræddi ég að fara í söng- leikahúsið í Vín í fylgd með Gyðing. Allt kvöldið var ég að kvíða því, að eitthvað mundi koma fyrir. — Ekki eru allir hvítir menn undir sömu siikina seldir, segir V. M. Margir hafa látið sér skiljast, liversu ótilhlýðilegt er misrétti milli kynþátta, og hvílík andstyggð kyn- þáttahatur er. Eleanor Roosevelt hefur gef- ið hið fegursta fordæmi. Fyrir það hefur hún orðið að Jmla illkvitni og áreitni. En henni er Jrað gefið að kunna að rnæta ill- MELKORKA 27

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.