Melkorka - 01.09.1949, Side 10

Melkorka - 01.09.1949, Side 10
grunaði að þeir ættu eftir að verða nokkurs konar útskagi á landinu itvað samgöngur snertir, eins og þeir eru nú. Það hefur ekki verið lítill merkisviðburð- ur þegar Framsókn barði að dyrum hjá ís- lenzkum konum fyrir rúmum 50 árum og krafðist jafnréttis konunnar í þjóðfélaginu, krafðist menntunar og alira þeirra réttinda konuni til handa, sem við teljum svo sjálf- sögð í dag. Það var ekki lítið áræði og stór- hug sem þurfti til þess að ganga fram fyrir alþjóð með nýjar byltingarsinnaðar kröfur, þola spott og spé af andstæðingum og tóm- læti og sinnuleysi Jreirra sem barizt var fyr- ir. En konur þær sem stóðu að Framsókn, voru víðsýnar og gáfaðar, það sýnir blað þeirra og barátta í þágu kvenréttindamál- anna; og í sögu íslenzku kvenréttindahreyf- ingarinnar liafa |j;er skapað sér varanlegan tignarsess. Ffvað við nútímakonur eigum þessum og öðrum brautryðjendum kven- frelsishreyfingarinnar að þakka er að mestu óskrifuð saga, en með útkomu „Framsókn- ar“ og kvennabiaðs Bríetar var konum opn- uð leið að fylgjast með því, er snerti mál- efni kvenna í veröldinni fyrir utan þær og skynja um leið betur vandamálin heima fyr- ir. f formálsgrein fyrsta tölublaðs Framsókn- ar, 8. jan. 1895, er komizt svo að orði: „Framsókn vi 11 leitast við að styðja lítil- magnann, rétta hlut þeirra sem ofurliði eru bornir, livetja Jiina óframfærnu til einurð- ar, ryðja braut kúguðum en frjálsbornum anda fram til starfs og menningar. í stuttu máli: Aðaltilgangur Framsóknar er sá, að hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og undirbúa þær til að girnast og nota þau réttindi er aldirnar kunna Jjeim að geyma.“ Fyrsta málið sem blaðið tekur til umræðu og berst ótrautt fyrir er „Fjárráð giftra kvenna“ og er konum hvað eftir annað í skeieggum greinum bent á, hvaða órétt þær hafi orðið að þola í Jressu efni um aldir. Þær miklu réttarbætur, sem íslenzkar konur fengu um aldamótin í þessu máli, er ef til vill ekki sízt að Jjakka áhrifum þeim sem greinar Jjessar vöktu. Það sást fljótt að Framsókn var ekki ein- ungis kvenréttindablað heldur lætur sig jafnframt varða önnur Jjjóðmál og menn- ingarmál. Það voru ritstjórar Framsóknar er liófu fyrst máls á því að nauðsyn bæri til að stofna kvennaskóla á Austurlandi. Það urðu síðan mikJar deilur og þjark um mál- ið fram og aftur þar til það var til lykta leitt. Andstæðingar Jressa menningarmáls héldu því í fullri alvöru fram að ef stúlkur færu almennt að ganga á kvennaskóla „yrði ómögulegt að fá vinnukonu, landbúnaður inn mundi líða við Jrað og allt færi í rugl.“ Ihald allra tíma er nefnilega alltaf sjálfu sér líkt! Bindindismál voru eitt af þeirn málefn- um er Framsókn lét mikið til sín taka og birti margar ágætar greinar á þessum árum um þau, en fyrst og fremst vildi hún ýta við konunt Jandsins til framkvæmda og dáða, vekja þær af sinnuleysi og til að krefj- ast réttar síns. Innan skamms fóru að lieyrast raddir um það hér og þar að mönnum þótti kvenna- blaðið gefa sig helzt til mikið að pólitík, en ritstjórarnir svara stillilega að „Framsókn muni ekki breyta stefnu sinni í þessu efni lteldur muni hún einbeitt, en Jjó með allri stillingu, halda fram jafnréttiskröfum ís- lenzkra kvenna. Þegar við Jítum til fornald- arinnar sjáum vér, að konur hafa ekki látið sig Jandsmál engu skipta, ella mundu þær ekki hafa fjölmennt svo oft á Alþingi. Þær tó;ku að vísu ekki þátt í umræðunum. En víst hafa þær með áhuga fylgt málunum, og ennfremur segir: Þá gátu menn falið konum sínum, eigi aðeins umsjón búa sinna, held- ur einnig goðorð sín. Sem dæmi upp á þetta má nefna Vermund mjóva, er fól konu sinni, Þorbjörgu digru, að gæta goðorðanna í fjarveru hans. Framsókn liefur aldrei komið til hugar að konur skyldu vanrækja heimilin. Það er 50 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.