Melkorka - 01.09.1949, Síða 15
kyni aí mestum skilningi, og svo er það
einnig um hana. Fyrir kemur, að hún láti
konuna í krafti móðurkærleikans taka
írumkvæðið af manni sínum, en oftast er
það maðurinn, sem fyrir ranglæti örlag-
anna, er samfélagið hefur síðan fullkomn-
að, verður sá aðilinn, er minna þjáist í sam-
lífi karls og konu. Verk hennar í lreild eru
Alberte-tYÍlógí&n (Alberte og Jacob 1926;
Alberte og friheten, 1931; Bare Alberte,
1939) og Kranes Konditori' auk ljögurra
smásagnasafna. Smásögur hennar eru oft
ekki annað en riss, en jafnframt eru þær
heilsteyptar og sýna okkur ógleymanlegar
svipmyndir af mannlegum örlögum.
Peningar eru ekki allt — en þeir eru lyk-
illinn að öllu hinu, segir í einni smásögu
liennar. Þetta er bitur sannleikur, og Cora
Sandel vill ekki bregða upp neinum tál-
sýnum. Hún ákærir engan, kvartar einung-
is. Köllun hennar er ekki að endurbæta,
aðeins að ,,geta sagt ögn af sannleika“. En
gégnum hina drottnandi lýsingu má heyra
einstaka hróp einmana kvenna, er hefur
orðið fótaskortur í lífinu, þegar þær voru í
útlöndum og leituðu svolítillar blíðu til að
ylja sér við.
í H/heríe-flokknum verður fyrsta bókin
að teljast liafa mest bókmenntalegt gildi.
Hún fékk líka þegar í stað hljómgrunn í
Noregi, þar sem Cora Sandel hefur raun-
verulega frá upphafi átt skilningi að mæta.
Segja má að Alberta sé að vissu leyti skáld-
konunnar annað ég. í bókinni segir frá
ungiá stúlku, er flýr einmanaleik og vöntun
á möguleika til að tjá sig. Braut hennar er
grýtt, fátt sem vekur gleði, tilfinningar
hennar ríkar, en inniluktar, þar til henni
tekst sem skáldkonu að láta þær í ljós. Lýs-
ingin er full af sjálfs'háði og skopi, sem ein-
kennir Coru Sandel sjálfa. í fyrstu ákærir
hún ennþá umheiminn. Sviðið er meðal
embættisfólks í Tromsö. Vetrarmyrkrið
leggst þungt á hugina. Einn hinna ungu
manna, sem þegar hefur yfirgefið heimili
sitt, segir: Nej for at klare sig gjennem en
lang árrække heroppe bör man nok enten
være temmlig fattig i ánden elles ossá meget
rik. Gjennemsnittet má pá en eller annen
máte ta skade pá sjælen. Alberta er ekki
meðalmanneskja, og vonsvikið eldra fólkið
ætlar að kæfa hana. Alberta á sjálf rnikla
sök á óláni sínu. Hún veit alltaf livað hún
vill ekki, en aldrei hvað hún vill, nema í
eitt einasta skipti. í Alberta og frelsið sjá-
um við hana í París, þar sem hún er jregar
búin að vera mörg ár. Við kynnumst þar
allt annarri borg en París ferðamannsins.
Það er tilvera hinna vinnusömu *og félags-
lyndu listamanna frá Skandinavíu í París
aldamótanna. Er Alberta hefur lengi lifað
í einmanaleik og fátækt og orðið fyrir mikl-
um og sárum vonbrigðum, tekur hún sam-
an við norskan málara til þess að finna
vexnd og hlýju í sterkum örmum hans.
Lyndiseinkunnir þein-a eru svo gerólíkar
að lesandanum hlýtur undireins að standa
stuggur af þessum íáðahag. Þegar í fyista
kaflanum af Aðeins Alberta kemur í ljós,
að uggurinn var ekki ástæðulaus. Alberta
er óhamingjusöm, henni misheppnast hús-
móðurstaðan og allt, sem hún snertir, verð-
ur klunnalegt og ófagurt í höndum hennar.
Hún finnur til þakklætiskenndar gagnvart
manni sínum en engiar sannrar ástar. Syni
sínum ann hún mest, en jafnvel í lionum
finnur hún -eitthvað framandi. Enginn hef-
ur valdið henni jafnmikilli óró eða eins
miklum áhyggjum og hann, en hann hefur
líka gefið henni þær fáu stundir unaðsiíkr-
ar hamingju, er hún fær að lifa. Loks hryn-
ur allt umhverfis Albertu. Hún á nokkia
leynda ástafundi með óvígum frönskum
hermanni, rithöfundi, en hún varpar því
einnig fiá sér og flytur með manni sínum til
Noregs, ákveðin í því að rífa sig þar lausa og
byi'já að lifa sjálfstæðu lífi. Bare Alberte er
fremur lauslega x'ituð, næstum eins og ann.
áll.
Kranes konditoi\i er hinsvegar mjög með-
vituð í framsetningu og því áhrifaríkari, en
ekki er þó örgrannt um að lesandinn sakni
MELKORKA
55