Melkorka - 01.09.1949, Page 22

Melkorka - 01.09.1949, Page 22
Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna Stofnað á alþjóðaþingi kvenna i Paris 26.—30. nóvember 1945 Á styrjaldarárunum sýndu konur í öllum löndum að þær bjuggu yfir kröftum og hæfileikum til að taka þátt í hinum marg- þættu þjóðfélagsstörfum. Við hlið karl- mannsins gengu þær að hvaða störfum sem var. í skæruhernaði, á vígveliinum og í mót- spyrnuhreyfingunni lieima fyrir gátu milj- ónir kvenna sér ódauðlegan orðstír. Þegar styrjöldinni lauk kom það fljótt í ljós, að konur ætluðu sér ekki lengur að vera hlutlausir áhorfendur að rás heimsvið- burðanna. Þeim duldist ekki að þótt hern- aðarvél nasismans væri moluð var varan- legur friður ekki unninn. Og þær sáu nú í fyrsta sinn að einnig þær sjálfar yrðu að vinna á skipulagsbundinn hátt að öryggi friðarins á friðartímum og leggja hornstein- inn að nýjum og betri heimi. Árið 1945, 26. nóv., kom þing bandalags franskra kvenna saman í París. Þessi fundur var sá fyrsti eftir 5 ára ógnir fasisma og styrjaldar. Það var því sérstakur blær yfir þessu þingi. Eftir myrkur og þjáningar stríðsins mættust konur þarna alls staðar að úr heiminum, því að fjölda erlendra full- trúa var boðið. Konurnar voru mismunandi að hörundslit, töluðu ólíkustu tungumál og tillieyrðu ýmsurn stjórnmálaflokkum, en ein sameiginleg hugsjón tengdi allar þessar konur saman: að lieiminum skyldi aldrei oftar verða hleypt út í blóðbað styrjalda og þjáninga er því fylgdu. Það var þetta þing bandalags franskra kvenna, ásamt hinum mörgu erlendu full- trúum sem sátu það, er átti frumkvæðið að því að Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra m Claude Vaillant-Gouturies, ritari A IþjóÖasambands kvenna. kvenna var stofnað. Ein af aðalhvatamönn- um sambandsins var Eugenie Cotton, efna- fræðingur, lærisveinn og samstarfsmaður frú Curie, kennari við Sevres, þekktustu menntastofnun fyrir konur í Frakklandi. Alþjóðasambancl lýðrœðissinnaðra kvenna var því stofnað eftir ósltum og kröfum milj- óna kvenna, sem liorft liöfðu upp á tortírn- ingu og skelfingar síðustu styrjaldar, og hugsað sem vopn móti fasisma og styrjaldai 62 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.