Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 6
skrifstofuhald aðalstjórnar er í hennar
umsjá. Húsvörður félagsins er Sverrir
Traustason og fastráðnir bað- og klefa-
verðir eru Baldur Þ. Bjarnason og Elín
Elisabet Baldursdóttir.
Framkvæmdir á
félagssvæði
Framkvæmdir á svæði félagsins voru
minni en oft áður. Auk hefðbundins
viðhalds og endurbóta á fasteignum og
aðsöðu félagsins, innan dyra sem utan,
lauk framkvæmdum við Friðrikskapellu
á s.l. sumri og var hún vígð með mikilli
viðhöfn hinn 25. maí s.l. af biskupi
íslands,.hr. Ólafi Skúlasyni. Forseti
Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir og hr.
Sigurbjörn Einarsson, biskup, voru meðal
fjölmargra annarra nafntogaðra gesta
viðstödd vígslu kapellunar.
Fyrirhugað er að ráðast í lokafrágang
á félagsaðstöðunni á efri hæð tengi-
byggingarinnar á milli íþróttahúsanna á
fyrri hluta næsta árs. Vegna viðkvæmrar
fjárhagsstöðu félagsins hefúr ákvörðunum
um næstu stórframkvæmdir á vegum
félagsins, sem til stóð að taka á árinu,
verið frestað um sinn.
Fjármál
Líkt og á fyrra starfsári hafa rekstrar-
tekjur aðalstjómar dregist vemlega saman
þar sem ekki hefúr reynst unnt að finna
stóra leigjendur að sölum félagsins
á hefðbundnum skólatima. Enn eru þó
bundnar vonir við að úr þessu vandræða-
ástandi kunni að rætast á næstu misserum.
Þá er þess að geta að samningar við
Reykjavíkurborg um hlutdeild borgarinnar
í kostnaði við lokafrágang á félags-
aðstöðunni á efri hæð tengibyggingar-
innar á milli íþróttahúsanna eru á næsta
leiti.
Samkvæmt ársreikningi Vals fyrir árið
1992 varð hagnaður á reglulegri starfsemi
og nam eigið fé félagsins í árslok rúmum
119 milljónum króna. Þrátt fyrir þetta er
brýn nauðsyn á aðhaldi í rekstri einkum
vegna minnkandi tekna af fasteignum
félagsins.
Sumarbúðir í Borg
Að venju stóð Knattspyrnufélagið
Valur fyrir íþróttaskóla á s.l. sumri undir
heitinu Sumarbúðir í Borg, en þær em svo
sem kunnugt er starfræktar í júní og júlí
ár hvert. Þær hafa nú starfað í sex ár
samfellt og unnið sér sess sem eitt vin-
sælasta og best skipulagða æskulýðsstarf
af þessum toga sem boðið er upp á í
Reykjavík og nágrenni á hverju sumri.
Námskeiðin voru samtals fímm, þar af
fjögur tveggja vikna- og eitt viku-
námskeið. Milli fímm og sex hundruð
strákar og stelpur á aldrinum 6 til 12 ára
tóku þátt í námskeiðunum. Skólastjóri var
eins og árið áður Sigurður Sigþórsson.
r
Ymislegt
Hinn 17. desember 1992 varð Ellert
Sölvason eða Lolli í Val 75 ára. Af því
tilefni hélt aðalstjórn Vals honum
kaffisamsæti í félagsheimilinu og mættu
þar íjölmargir vinir og félagar hans að
fomu og nýju og ámuðu afmælisbaminu
heilla. Valskonur sáu um veitingar af orð-
lögðum myndarskap. A gamlársdag 1992
var árlegur íþróttamaður Vals útnefndur í
fyrsta sinn. Fyrir valinu varð Valdimar
Grímsson, handboltakappi, enda verða
afrek hans og frami í íþróttinni á árinu
1992 lengi í minnum höfð. Þrett-
ándabrenna félagsins var að venju haldin
hinn 6. janúar að Hlíðarenda og tóku
ljölmargir þátt í blysfor frá Hliðaskóla að
Hlíðarenda. Brennustjóri var Guðmundur
Sigurgeirsson. Þorrablót var haldið hinn
23. janúar og sóttu það um 240 manns.
Blótstjóri var Hrólfúr Jónsson. Þann 27.
mars s.l. voru Olympíufarar Vals heiðraðir
sértaklega af aðalstjóm félagsins. Hvorki
fleiri né færri en 15 Valsmenn fengu
viðurkenningu vegna þátttöku í
Olympiuleikum. Viðurkenningin var í
formi penna með ígreyptu Valsmerki.
Fjöldi manns tóku þátt í athöfninni og
þáðu kaffiveitingar á eftir. Þótti hún takast
með ágætum.
Á 82 ára afmæli félagsins, hinn 11.
maí, var boðið upp á hefðbundið afmælis-
kaffí að Hlíðarenda og var þátttaka mjög
góð. Fór vel á því að sama dag urðu
Valsmenn Islandsmeistarar í meistara-
flokki karla í handknattleik. I vor tók
starfsfólk félagsins að sér, án endurgjalds,
að mála skrifstofur þess hátt og lágt.
Aðalstjórn vildi ekki láta sinn hlut í
þessum efnum og málaði þess vegna
gamla félagsheimilið auk þess sem hún
stóð fyrir sérstökum hreingemingardegi
að Hlíðarenda maí. Svokölluð “útrás” í
skólana í hverfinu þar sem starfsemi
félagsins er kynnt af þekktum Vals-
mönnum fór fram hinn 28. október. Þetta
árvissa framtak félagsins mælist vel fyrir
í skólunum og er fúlltrúum þess alls vel
tekið. Herrakvöldið var haldið með pompi
og pragt hinn 5. nóvember s.l. Veislustjóri
var séra Vigfús Þór Árnason en
heiðursgestur kvöldsins og aðalræðu-
maður var borgarstjórinn í Reykjavík,
Markús Örn Antonsson. Jafet Ólafsson fór
að venju fýrir þeim vaska hópi sem undir-
bjó herrakvöldið. Hagnaði af herra-
kvöldum félagsins hefur verið varið til
kaupa á píanói. Nokkur fréttabréf komu
út á árinu. Hinn 5. nóvember stóð félags-
málaráð fyrir fundi með foreldra- og
kennarafélögum Austurbæjar-, Hlíða og
Æfingaskóla Kennaraháskólans um
möguleika á samstarfi Vals og þessara
félaga. Fundur þessi tókst með ágætum
og lýstu allirþátttakendur á fundinum yfir
sérstakri ánægju með þetta framták Vals
og jafnframt því sem þeir lýstu yfir vilja
sinum til að efna til samstarfs um
hverskonar æslulýðsstarfs og nota til þess
m.a. aðstöðu þá sem félagið hefúr upp á
að bjóða að Hlíðarenda. “Old boys” sáu
um kaup og uppsetningu á sjónvarpsdiski
af miklum rausnarskap. Valskórinn var
stofnaður á árinu og hefur hann stundað
þrotlausar æfingar. Valsbandið starfaði af
meiri elju en aldrei fyrr og keyptu m.a.
hljóðkerfi er það gaf félaginu. Þá var
ýmiskonar félasstarf með venjulegu sniði
svo sem pílukast, bridge, skák svo ekki sé
minnst á skokk og heilsuræktarhópa sem
félagsmálaráð hefur haft forgöngu um að
mynda.
Valsblaðið
Valsblaðið 44. árgangur 1992 kom út
í desember í ritstjórn Antony Karls
Gregory. Ritnefnd var skipuð Ragnari
Ragnarssyni, Lárusi Ögmundssyni og
Þorgrími Þráinssyni.
VALS blaðið 6