Valsblaðið - 01.05.1993, Síða 8
Vígsla
Friðrikskapellu
Friðrikskapella að Hlíðarenda var vígð
25. maí. Biskup íslands, Herra Ólafur
Skúlason, annaðist vígsluna en meðal
gesta var forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir. Var þetta í fyrsta skipti
sem forseti íslands heimsótti Hlíðarenda.
í kjölfar vigslunnar, sem fram fór á
fæðingardegi séra Friðriks, var efnt til fjöl-
breyttrar vígsluhátíðar m.a. tónlistar-
kvölds, Friðriksvöku og guðsþjónustu. A
Friðriksvöku föstudaginn 28. mai var
fulltrúum KFUM og KFUK, Vals,
Karlakórsins Fóstbræðra og Skáta-
sambands Reykjavíkur afhent gjafabréf og
tilnefnt aðila í stjórn. Fulltrúi Vals er
Þorsteinn Haraldsson og er hann formaður
stjórnar Friðrikskapellu. Stjórn kap-
ellunnar hefur staðið fyrir Qölbreyttri
dagskrá m.a. mánaðarlegum kvöld-
guðsþjónustum, kyrrðarstundum í hádegi
einu sinni í mánuði og tónlistarkvöldi er
tileinkað var dr. Gylfa Þ. Gíslasyni. KFUK
hefur hafið starfsemi í kapellunni og er
þar starfandi öflug telpnadeild. Þá hefur
Valskórinn söngæfmgar í Friðrikskapellu.
Sannar þetta að spár forystumanna um
byggingu kapellunnar um fjölbreytt
félgasstarf og guðsþjónustuhald hafa ræst.
Friðrikskapella var reist af samtökum
um byggingu Friðrikskapellu sem stofnuð
voru 1989. Stofnendur samtakanna voru
vinir séra Friðriks og félagsmenn í
samtökum sem séra Friðrik stofnaði.
Davíð Oddsson, þá borgarstjóri, tók fyrstu
skóflustunguna 24. maí 1990.
Friðrikskapella rúmar 150 manns í sæti.
Arkitekt er Valsmaðurinn Nikulás Ulfar
Másson, verkfræðingur Þórður Ólafur
Búason en aðalverktaki var Alftarós hf.
Útlagður kostnaður við bygginguna var
um 23 milljónir króna auk ýmissa
efnisgjafa. Framkvæmdir voru fjár-
magnaðar með fóstum framlögum um 80
styrktarmanna í þrjú ár auk framlags fyrir-
tækja og styrkja frá Reykjavíkurborg,
ríkissjóði íslands og jöfnunarsjóði kirkna.
Ógreiddar byggingarkostnaður eftir vígslu
kapellunnar er um 2,6 milljónir króna.
Vinnur framkvæmdanefndin að lausn þess
máls ásamt stjóm. Framkvæmdanefndin
hefur sett sér það markmið að byggingar-
skuldir verði að fullu greiddar í maí-
mánuði á næsta ári.
í tilefni vígslu Friðrikskapellu kom út
bókin “Söngvar séra Friðriks”. I bókinni
er úrval þekktustu sálma og æsku-
lýðssöngva séra Friðriks. Séra Sigurður
Pálsson, framkæmdastjóri Hins íslenska
biblíufélags sonur Páls Sigurðssonar, eins
af stofnendum Vals, hafði veg og vanda
af útgáfunni ásamt Áma Sigurjónssyni. Á
vígsludegi kapellunnar vom liðin 125 ár
frá fæðingu séra Friðriks. Af því tilefni
var séra Friðriks minnst með ýmsum hætti
í fjölmiðlum. Samtök um byggingu
Friðrikskapellu gáfu út myndarlegt blað
sem dreift var til félagsmanna í
fyrrgreindum samtökum.
Bygging Friðrikskapellu er einstakt
verkefni. Það sem e.t.v. er merkast við
þetta er að félagsmenn úr þessum sam-
tökum sem stofnuð vom um og eftir síðust
aldamót skyldu taka höndum saman og
heiðra minningu séra Friðriks með
þessum hætti og reisa honum minnisvarða
þar sem fer fram lifandi starfsem í anda
stofnandans. Samtökin vora stofnuð um
þetta eina verkefni sem þau hafa nú skilað
í hendur þeirra félaga sem séra Friðrik
stofnaði. Bygging Friðrikskapellu var
ánægjulegt viðfangsefni öllum þeim sem
við það fengust og samstarf einstaklinga
í stjóm samtakanna og ffamkvæmdanefhd
með miklum ágætum. I stjórn
samtakanna um by'ggingu
Friðrikskapellu áttu sæti: dr.
Gylfi Þ. Gíslason formaður,
Ágúst Bjarnason, Árni
Sigurjónsson, Ástráður
Sigursteindórsson, Helgi
Elíasson, Jónas B. Jónsson,
Kristinn Hallsson, Sigurbjörn
Einarsson, Úlfar Þórðarson og
Þórir Kr. Þórðarson. I fram-
kvæmdastjóm samtakanna vora:
Pétur Sveinbjamarson formaður,
Bjarni Bjarnason, Jón Dalbú
Hróbjartsson, Óðinn Helgi
Jónsson, Ólafur Gústafsson,
Sigurður Pálsson og Valgeir
Ástráðsson.
Ég vona að Valsmenn sæki vel
þá starfsemi sem fram fer í
Friðrikskapellu og leggi stjóm
kapellunnar það lið sem þeir
megna.
Pétur Sveinbjarnarson
VALS blaðið 8