Valsblaðið - 01.05.1993, Síða 11

Valsblaðið - 01.05.1993, Síða 11
fór líka i gegnum tímabiliö án titla, voru þeir einnig að glíma við þetta eilífa 2. sæti. 3. flokkur tapaði í úrslitaleik um Islands- meistaratitilinn fyrir KA. 4. flokkur karla undir stjórn Jóns Kristjánssonar og nafna hans Halldórs- sonar náði sér í Reykjavíkurmeistaratitil, og varð einnig deildarmeistarar. Með betri sjálfsaga hefði flokkurinn náð lengra en raun bar vitni. 5. flokkur karla undir Stjóm Sigurðar Sigurþórssonar varð Islandsmeistarar í flokki B-liða. Stór og efnilegur hópur þar á ferð. 3. flokkur kvenna kláruðu tímabilið með pompi og pragt, og hafa þær tvímælalaust unnið sér þann titill að vera flaggskip yngri flokka Hkd. Vals. Þær unnu alla titla sem hægt var að vinna nema deildarmeistaratitilinn. Þær urðu ss. Reykjavíkur-, Bikar -, og Islands- meistarar. Mikael Akbachev hefur þjálfað þessar stúlkur undanfarin ár, og er ár- angurinn að skila sér. Fjórir góðir - Jón Zoéga, Ragnar Ragnarsson og Reynir Vignir úr aðalstjórn og Jóhann Birgisson handboltaliðsstjóri. 6. flokkur karla undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, fyrmm handboltastjömu, státaði ekki af neinum titli, en þama em á ferð framtíðarmenn, og sama má segja um byrjenda hópinn í 7.flokki karla. Þar vom við stjómina Ari Allansson og Davíð Ólafsson. Þeir þjálfuðu einnig 6. flokk kvenna sem er byrjenda flokkur í kvennaboltanum. 5. flokkur kvenna undir stjórn Aðalheiðar Hreggviðsdóttur, fór í gegnum tímabilið án titla, en það er nokkuð sem þær ætla ekki að gera að vana sínum. Sama var að segja um 4. flokk kvenna undir stjóm Hönnu Katrín Friðrikssen, en þar er á ferð stór og lofandi hópur með stór markmið,. Flokkurinn fór út til Partille í Svíþjóð í sumar, ásamt 4.flokki karla, og var það mikil ævintýraferð, þar sem krakkarnir voru félaginu sínu til mikils sóma. Félagsmál og fjáraflanir Þorrablót Vals var haldið í febrúar, og reyndist það hin frábærasta veisla, um 200 manns vom mættir í mat og skemmtu sér konunglega yfir frumlegum skemmti- atriðum og söng. Þetta var í þriðja sinn sem þorrablót Vals er haldið, og er þetta tvímælalaust orðin veisla Valsmanna númer eitt. Flugeldasala Vals var i höndum Handknattleiksdeildar, og tókst með ágætum. Því mun verða haldið áfram, og em Valsmenn hvattir að kaupa sína flug- elda að Hlíðarenda. Bolludagur er erfiður dagur fyrir Qáraflara Hkd. Vals, en þá er vakað alla nóttina við bollugerð, og síðan keyrðar út bollur allan daginn til fyrirtækja.. Miklar veislur voru haldnar í maí mánuði, í kjölfar þess að Meistaraflokkur karla hafði unnið alla mögulega titla, sem endaði síðan í sameiginlegri uppskeru- hátíð allra flokka Handknattleiksdeildar Vals. Þar em útnefndir bestu leikmenn allra flokka kvenna og karla. I Meistaraflokki Karla og Kvenna voru kosin Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir og Geir Sveinsson. Sumarið er yfirleitt rólegt hjá handknattleiksmönnum. og svo vareinnig í ár. Haustið byrjaði með Ársmiðahófí, þar sem aðeins mætti einn ársmiðahafí. Það er alveg virkilega lélegt, þar sem deildin býður til þessa hófs, til að þakka mönnum stuðning. Meistaraflokkur kvenna sá um veitingar á Herrakvöldinu í ár, og tókst það mjög vel, og vom allir mjög ánægðir. Flokkurinn stefnir á að koma á Kvennakvöldi Vals. Jólatrésala Vals verður á sínum stað i ár að Hlíðarenda. Stjóm Hkd. Vals síðastliðið tímabil var skipuð eftirfarandi mönnum. Formaður V-formaður Gjaldkeri Unglingamál Meðstj. Lúðvíg Á. Sveins. Ómar Sigurðsson Hilmar Böðvarsson Ari Guðmundsson Gunnar Jóhannes. Ný stjóm tók nú við á haustmánuðum, og er hún skipuð eftirfarandi. Formaður V-Formaður Gjaldkeri Ritari Meðstj. Meðstj. Ágúst Rúnarsson Helgi Jónsson Gústav Ólafsson Ámi Magnússon Ingvi Hrafn Jónsson Haraldur Ö. Pálsson Með kveðju til allra Valsmanna, með von um að þið fjölmennið á leikina í vetur. Lúðvíg Arni Sveinssson fráf formaður Hkd. Vals. 11 VALS blaðið

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.