Valsblaðið - 01.05.1993, Page 12

Valsblaðið - 01.05.1993, Page 12
VALSFJOLSKYLDAN „Ofsalega grobbinn þegar börnin unnu bæði alla titlana” segir Jón Breiðfjörð Ólafsson, faðir Inga Rafns og Kristjönu Texti Stefán Halldórsson Þegar þessi fjölskylda hittist eru íþróttir oftast aðalumræðuefnið. í hand- boltanum styðja þau öll sama félagið, að sjálfsögðu Val, en ekki er sama einingin um aðrar íþróttagreinar, því að Fram á eitilharðan stuðningsmann í knattspym- unni og Flaukar annan í körfuboltanum. Samt er þessi íjölskylda verðugur við- mælandi sem Valsijölskyldan. Þær em víst ekki margar íjölskyldumar sem geta státað af yfir 500 leikjum í meistaraflokkum Vals í handbolta karla og kvenna. Ég heimsótti hjónin Jón Breiðijörð Ólafsson og Guðrúnu Ingimundardóttur á heimili þeirra fyrir skömmu. Bömin tvö, Ingi Rafn og Kristjana, höfðu fundið smugu í þéttskipaðri stundaskránni og gátu sest niður með okkur stundarlangt. Tengdadóttirin, Hmnd Magnúsdóttir, var einnig í heimsókn. Það er víst óhætt að geta sér þess til að handboltinn hafi leitt hjónin saman. Jón BreiðQörð Ólafsson var um langt skeið markvörður meistaraflokks Vals og Guðrún Ingimundardóttir lék með meist- araflokki Fram. Þegar Guðrún gekk með fyrsta bam þeirrar hjóna varð hún að leggja skóna á hilluna, náði þó að leika nokkra leiki með Framliðinu veturinn 1969-1970 og það var einmitt þann vetur sem Fram- stúlkumar mfu óslitna sigurgöngu Vals- liðsins sem haldið hafði Islandsbikamum á Hlíðarenda um margra ára skeið. Því má segja, að þegar Ingi Rafn fæddist um vorið hafið hann verið orðinn Islands- meistari með móður sinni: Fyrsta snerting hans á handbolta, óbein að vísu, var i bláum Frambolnum. Mjór er mikils vísir - eftir að Ingi Rafn hóf sjálfur að leika í meistaraflokki hefur hann tvívegis hamp- að Islandsbikamum. Guðrún dró skóna fram að nýju nokkm eftir að Ingi Rafh fæddist og æfði í nokkrar vikur, en ákvað svo að láta þetta gott heita. Kristjana fæddist sex ámm síðar og enn var Jón á fullu í handboltanum, hætti ekki að veija mark meistaraflokks fyrr en árið 1978 og hélt síðan áfram í “old boys”- keppni með félögum sínum úr “mulningsvélinni” fram til 1990. Kristjana og Ingi Rafn hafa því alla tið verið í tengslum við handboltann. “Það er ekkert skrýtið að þau séu í Val,” segir Jón, “þau vom svo oft með mér á æfingum í Valsheimilinu.” En fleira togaði í bömin en taugamar til Vals. Fjölskyldan hefur lengstum búið í Bólstaðarhlíð. Þaðan er steinsnar yfir á Framvöllinn, en Hlíðamar hafa löngum verið taldar Valshverfi. Ingi Rafn hóf hins vegar að æfa handbolta með Armanni. “Ég fylgdi félögunum úr Æfinga- skólanum,” segir hann. Smám saman heltust félagarnir úr lestinni, enda gat Armann ekki veitt þeim aðstöðu við hæfi. Ingi Rafn skipti því yfir í Val 1988, “allt of seint” að sögn föðurins. Kristjana fylgdi líka vinkonum sínum úr Æfingaskólanum en þær fóm í Fram. “Þá var enginn 5. flokkur í Val,” segir Guðrún og bætir við: “Krissa sér ekkert annað en Val, jafnvel þegar hún spilaði með Fram, þá hélt hún með Val.” Síðan færði Kristjana sig yfir í Val, lék fyrst með 4. flokki. Hún komst í meistara- flokkshópinn í hittifyrra, sat léngstum á bekknum sl. vetur, en hefur leikið alla leikina í haust. Hún var valin í unglinga- landslið 17 ára og yngri sl. tvö ár. Tengdadóttirin Hrund lék einnig handbolta á yngri árum, var í Haukum fram til 15 ára aldurs, enda komin af mikilli Haukafjölskyldu. Faðir hennar lék handbolta og fótbolta með yngri flokkum Hauka, tveir yngri bræður hennar leika körfubolta með félaginu og meira að segja amma hennar lék handbolta með Haukum. En hvemig finnst þeim Guðrúnu og Hrund þá að vera í viðtali sem Valsfjölskylda? “Ég verð víst að viðurkenna að ég er orðin blendin í trúnni sem Framari,” segir Guðrún. “Auðvitað held ég rneð börnunum minum þegar þau keppa og styð því Val í handboltanum, en ég held með mínum mönnum í Fram í fótbolt- anum.” Guðrún er virk í starfi félags Framkvenna, sér m.a. um kaffiveitingar á heimaleikjum í fótbolta. Þegar félag VALS blaðið 12

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.