Valsblaðið - 01.05.1993, Page 13
T i 1 t
w
Valsfjölskyldan hefur fulla ástæðu til að gleðjast yfir velgengni í handboltanum. Fyrir framan sitja (frá vinstri) Kristjana,
Ingi Rafn og Hrund, og fyrir aftan Jón Breiðfjörð og Guðrún. (Ljósm. -Hson.)
Valskvenna var stofnað tók hún þátt sem
eiginkona Jóns markmanns og var valin í
fyrstu stjóm félagsins og var á sama tíma
einnig í stjóm félags Framkvenna. “Það
var í rauninni miklu erfiðara fyrir mig að
halda með Val í þá daga, þegar Jón var að
spila, því að þá var ég svo nýhætt í Fram,”
segir hún og brosir. - Er þetta þá kannski
líka Fram-fjölskylda, spyr ég, og Jón neitar
því ekki: “Ég hef aðeins taugar til Fram,”
segir hann - en bömin hrista bara hausinn
og afneita slíkum tilfmningum.
Hmnd hvetur einnig Val til dáða, þegar
Ingi Rafn leikur, “en ég hef auðvitað
taugar til Hauka,” segir hún, “og núna,
eftir að hann er fluttur í Hafnarfjörðinn
sting ég því stundum að honum að skipta
yfír, enda eru þetta systurfélög og bún-
ingamir í sömu litunum, rauðu og hvítu”.
En það fer víst ekkert á milli mála að
þetta er Valsfjölskylda og þau Jón og
Guðrún era ákaflega ánægð með að bömin
leiki með Val. “Unglingastarfið er mjög
gott núna,” segir Guðrún, “ og mjög mikill
uppgangur, félagið er í fremstu röð í
flestum flokkum.” Þau telja að þetta sé
ekki síst að þakka góðum þjálfuram, þeim
Mikael og Boris sem hafa lagt granninn.
Einnig nefna þau, að aðstaðan sé orðin
mjög góð á Hlíðarenda.
Jón lék 320-30 leiki með
meistaraflokki á 16 ára tímabili frá 1962
til 1978. Þá voru leikimir miklu færri á
hverju keppnistímabili. “Ætli ég hefði ekki
náð 6-700 leikjum á sama árafjölda ef ég
væri í þessu núna,” segir hann. En það er
ekki víst að Jón hefði enst í 16 ár í þeim
handbolta sem nú er leikinn. “Nú ermiklu
meiri hraði og handboltinn miklu betri,”
segir hann, “þetta var göngubolti sem var
spilaður áður fyrr.” En hefur markvarðar-
starfið breyst? “Þar er ekki eins mikil
breyting, en þó eru markmennirnir al-
mennt betri, fá betri þjálfun og hafa betri
hreyfingar,” segir hann.
Jón varð margoft Islands- og
bikarmeistari með Val og lék einnig ljóra
landsleiki. Guðrún náði einnig góðum
árangri á sínum tíma, var í unglinga-
landsliði og hefði vafalaust orðið íslands-
meistari oftar, hefði hún haldið áfram með
Fram. Börnin hafa líka unnið marga
meistaratitla á undanfonum árum. Því er
forvitnilegt að spyrja hver hafi verið
hápunkturinn í handboltalifi þessarar
Valsfjölskyldu.
“Arið i fyrra og sérstaklega síðastliðið
vor,” segir Jón, “maður var ofsalega
grobbinn þegar börnin unnu bæði alla
titlana.” Þá varð þriðji flokkur kvenna
Islands, bikar- og Reykjavikurmeistari og
að auki var Kristjana í meistara-
flokkshópnum sem varð bikarmeistari.
Ingi Rafn varð Islands-, bikar- og
Reykjavíkurmeistari með meistaraflokki
karla. “Þetta var afskaplega skemmtilegt
vor,” bætir Guðrún við, “og ekki síður
bikarúrslitadagurinn þegar við vorum
nánast sleitulaust í Höllinni frá klukkan
4 til 10.”
Jón lagði ekki skóna á hilluna eftir að
hann hætti að leika”alvöruhandbolta”í
meistaraflokki 1978, heldur hélt áfram
með “old boys” og 1. flokki til 1989/90,
að hann hætti fyrir fullt og allt. Þeir Ingi
Rafn náðu meira að segja að leika einn
leik saman fyrir fáum áram. Það var því
alltaf einhver úr fjölskyldunni í handbolta,
“alltaf einhver til að þvo af,” segir
Guðrún.
Bömin eru bæði í námi, Ingi Rafn á
þriðja ári í viðskiptafræði í Háskólanum
og Kristjana er í Verslunarskólanum. Að
13 VALS blaðið