Valsblaðið - 01.05.1993, Page 21
Valskonum er greinilega margt til lista lagt. Hér er meistaraflokkurinn að slá í
gegn á Þorrablóti Vals.
að hætta hið snarasta í handbolta. Þetta
hafði verið eitt af mínum bestu tímabilum
og því var virkilega sárt að sjá á eftir
titlinum sem ég vil meina að hefði átt að
vera okkar ef allar hefðu sloppið við
meiðsli.”
Þegar líða tók á sumarið fór Heiða
að finna fyrir bata eftir meðferð hjá sjúkra-
þjálfara og ákvað því að sjá til hvemig
handboltinn færi með bakið. Hún fór að
æfa og var með í Evrópukeppninni síðast-
liðið haust. Það hafði ekki slæm áhrif á
bakið, en öllu verri á annan Iíkamshluta
því í síðari Evrópuleiknum trosnuðu
krossbönd í vinstra hné. Heiða hefur því
verið frá það sem af er, en er öll að koma
til og er þegar farin að hökta með á æf-
ingum og í leikjum.
Það er ekki hægt að ljúka þessu
spjalli við Heiðu án þess að minnast á
landsliðsmálin enda hefur hún verið einn
af bestu markvörðunum í kvennaboltanum
undanfarin ár. „Eg hef oft verið kölluð í
landsliðshópinn en á engan A-landsleik,”
segir Heiða. „Bæði hef ég verið óheppin
með meiðsli sem hafa oftar en ekki komið
upp á þegar landsliðstamir hafa verið og
eins má finna aðrar ástæður. Eg var t.d. í
hópnum frá vorinu 1992 en dró mig út úr
honum um áramótin á eftir. Þá var haldið
mót héma heima og ég fann það greinilega
að mér var bara ætlað að vera varaskeifa
því Erla landsliðsþjálfari vildi fá Höllu
Geirsdóttir sem spilaði í Noregi heim þó
þama væri bara um æfingamót að ræða
með þátttöku íslenskra liða. Eg las þarna
á milli línanna að mér var ekki ætlað neitt
hlutverk þama, Erla vildi bara hafa tvo
markmenn á æfmgum og valdi mig þvi
Halla var úti. Eg fann að ég var að detta
úr formi vegna þess að á þessu tímabili
æfði ég bara með landsliðinu og fékk lítið
að vera með, sat yfirleitt og horfði á. í stað
þess að vera áhorfandi á landsliðsæfingum
valdi ég að taka á með mínu félagsliði og
hef sennilega endanlega gert út um
landsliðsmöguleika mína með því.”
- Hvað með framtíðaráformin, stefnir
hugurinn austur aftur? „Nei ertu frá þér?
Eg er búin að koma mér vel fyrir hér með
kærasta mínum Vilhjálmi Haukssyni og
fer bara austur til að heimsækja Qölskyld-
una. Hvað varðar handboltann stefni ég
auðvitað að því að koma mér almennilega
á fætur. Svo sér maður bara til. Það getur
allt eins verið að ég verði á milli stanganna
í Valsmarkinu næstu árin. Eg er jú á besta
aldri.”
GET-
RAUNIR
Á laugardagsmorgnum koma menn
saman í nýja félagsheimilinu og „tippa.”
Getraunanefnd undir öruggri forystu
Sverris Guðmundssonar, sem ásamt
Guðmundi Helga og Helga Kristjánssyni
sjá með aðstoð tölvubúnaðar um að
„tippið” fari rétta leið. Fjöldi þeirra sem
leggur leið sína í Valsheimilið á
laugardögum í þeim tilgangi að „tippa”
fer sífellt vaxandi. Menn hittast þama yfir
kaffibolla og meðlæti til að spjalla saman,
spá og spekúlera og hafa það gott.
Formaður Getraunanefndar 1993 er Sverrir Guðmundsson.
21 VALS blaðið