Valsblaðið - 01.05.1993, Side 32

Valsblaðið - 01.05.1993, Side 32
Hvað varðar fyrirmyndir í fótboltanum fyrr og nú, þá vil ég læra af leikmönnum sem eru betri en ég og hafa eitthvað það fram að færa sem mig vantar og þegar ég var yngri voru mínar fyrirmyndir allir þeir sem voru að elta boltann í sjónvarpinu. Þannig að fyrirmyndir eru á hverju strái. Undirbúningur minn fyrir næsta leik hefst um leið og síðasta leik er lokið. Mér fínnst skipta miklu máli að byrja strax að hugsa um næsta leik. Þannig fínnst mér ég ná því besta út úr sjálfum mér. Ég rifja upp leikstíl verðandi mótherja, hvernig hann byggir sinn leik upp og hvemig við getum tekið sem best á honum þannig að við sigrum leikinn. Kristinn þjálfari er fagmaður fram í fíngurgóma, og leggurmikið upp úr að undirbúa okkar leik þannig að hann henti til að nýta okkur veikleika andstæðinganna, og eins að bæta atriði í okkar leik með hliðsjón af styrkleika mótherjanna. Hvað varðar undirbúning á á æfingum reyni eg að halda mig innan þess ramma sem þjálfarinn ákveður, þannig að ég verði sem best undirbúinn. Ég tek íþróttina mjög alvarlega þegar ég er að stunda hana. “Steinar á góðri stund með Hafrúnu og Alexöndru.” farið ánægt heim. Staðreyndin er sú að við eigum miklu fleiri stuðningsmenn en mæta að jafnaði á völlinn. Það hefur sýnt sem bestur í deildinni. Hér eru því samverkandi þættir, árangur dregur að sér áhorfendur og áhorfendur veita stuðning Aðsókn á leiki Hvað varðar heimavöllinn þá fínnst mér sjálfum mjög gaman að spila á Hlíðarenda, en jafnframt fínnst mér slæmt hvað sækja fáir leikina. Þetta er atriði sem við þurfum að huga að. Við reyndunr í sumar að fara í Laugardalinn, og þrátt fyrir að það sé ekki okkar heimavöllur skil- aði það okkur fleiri áhorfendum. En til þess að við getum sagt að við eigum heimavöll þurfum við að eiga stuðningsmenn. Ég held að leiðin til að laga þetta sé að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur á svæðinu, þannig að fólk geti komið á völlinn og Um Steinar Dag Adolfsson Sem fonnaður meistaraflokksráðs í sex ár hef ég mikið með 2. flokk að gera. Ég hafði því tækifæri á að fylgjast með Steinari öll árin hans í 2. flokki. Forystuhæfileikar Steinars voru miklir. Hann var ekki bara fyrirliði inni á vellinum heldur einnig utan vallar. Ég hef aldrei, hvorki íyrr né síðar, séð stráka i fótboltaliði líta eins mikið upp til félaga síns og raunin var með Steinar. Kvað stundum svo hart við að mér fannst Steinar stundum ekki ná að undirbúa sjálfan sig fyrir leiki því hann var svo upptekinn við að leysa úr flækjum félaga sinna. En Steinar var ekki einungis sterkur á andlega sviðinu því hann var að rnörgu leyti yfirburðaknattspymumaður. Ég hafði því miklar væntingar til Steinars er upp í meistaraflokk kæmi og áleit að hann yrði fljótlega einn af burðarásum flokksins. Eins og ég sagði áðan er ábyrgðartilfmning Steinars mikil, og virðist mér hún, eins skrítið og það hljómar, hafa háð honum í leik hans með meistaraflokki og gert það að verkum að hann hefur ekki verið eins áræðinn og verið sá “keisari” á miðjunni sem geta hans segir mér að hann eigi að vera. Það var greinilegt í síðustu leikjum s.l. sumars að Steinar var farinn að fmna sig og spilaði þá eins og hann hefur getu til. Mér var því illa bragðið er það kvisaðist út að Steinar ætlaði að hætta í alvöru fótbolta. Mér fannst það ekki líkt Steinari að gefast upp. Þetta hefur hann nú dregið til baka og er ég sannfærður um að við sjáum hann á næsta sumri sem þann burðarás í meistaraflokki félagsins sem ég veit að hann hefur getu til. Nikiilás Ulfar Másson sig þegar við höfum komist langt í bikarnum eins og hefur gerst oft undanfarin ár, þá mæta e.t.v. 1500-2000 eldheitir Valsmenn. Það má líka kenna því um, að árangur liðsins hefur ekki verið Eftirminnilegir leikir og leikmenn Nokkrir leikir standa uppúr í minningunni. Vil ég fyrst nefna bikar- úrslitaleikinn á móti KR 1990, sem v'ið unnum eftir tvo leiki, fram- lengingar og vítaspymu- keppni. Síðan vil ég nefna Evrópuleikina og þá sérstaklega Mónacó - Valur í Mónaco. Ég var þá 17 ára, og var skipt inná eftir 7 mínútna leik fyrir Guð- mund Baldursson sem nefbotnaði. Leikurinn fór fram á leikvelli sem var á 3. hæð í “húsi” í þessu landsnauða en moldríka og fallega landi. Einnig vil ég nefna útileikinn á móti Dynamó Berlin í fyrrum Austur-þýskalandi. Þetta var stuttu fyrir fall Berlínarmúrsins og Dynamóliðið, sem var knattspymulið hersins, fékk að finna VALS blaðið 32

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.