Valsblaðið - 01.05.1993, Side 35
Ferðasaga 4.
flokks Vals til
Partille og
Dronninglund
Seinasta dag júní mánaðar eða þann
30. hélt 4. flokkur Vals af stað frá
Valsheimilinu kl. 14.00 til flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar á leið til Partille Cup í
Svíþjóð. Flugið tók um 3 tima síðan var
um klukkustundar akstur tilPartille. Eftir
þetta langa ferðalag komum við að
skólanum um kl. 23.30 að staðartíma þar
sem við áttum að gista (Pétur tók tímann).
Fóru svo allir að sofa NEMA Ómar og
co.
Morguninn eftir vöknuðum við og
fórum í bæinn í YKTU veðri. Farið var í
margar búðir en lengst var stoppað í H&M
þar “spenduðum” við “money” í nærföt
og þess háttar á meðan strákamir skruppu
á McDonalds. Þegar við vomm að rölta
til baka að “bussinum” skeltu sér nokkrir
í kælingu í frægasta gosbrunni
Gautaborgar en í hann míga allir rónar.
Þegar við ætluðum ganga aftur að
“bussinum” þá villtumst við en þá
klikkaði Pétur reddari ekki frekar en fyrri
daginn og vísaði okkur leiðina að
bussinum.
Næsta dag fórum við í vatns-
rennibrauta- og tívolígarðinn Sommer-
land. Skemmtum við okkur í vatnsrenni-
brautum, pylsunni og öðrum tívolí
tækjum. Davíð var orðinn vel kunnugur
pylsunni, því að hann festist og fór aðeins
of margar ferðir. Um kvöldið var svo
fjölmennt á pizzería.
Þann 3. júlí var opnunarhátíðin, á
henni vomm við fulltrúar íslands. Þama
voru lið frá 33 þjóðum, sem gengu í
skrúðgöngu að íþróttavelli bæjarins. Auk
þess vom þarna saman komnir um 10000
aðrir þátttakendur á Partille Cup.
Það var strax á þriðja degi ferðarinnar
að Þorgeir “sjarmör” eignaðist aðdáenda
frá Sviþjóð, sem bar skilti íslands í
skrúðgöngunni, og hún átti eftir að vera
tíður gestur í stofunni, þar sem við gistum,
það sem eftir var ferðarinnar. Um kvöldið
var síðan diskótekið opnað en þar sem
strákarnir áttu leik snemma voru þeir
komnir ofan i poka fyrir kl. 23.00 (við litla
hrifningu stelpnanna).
Næsta dag rann síðan fyrsti
keppnisdagurinn upp. Strákamir áttu leik
við Nannestad frá Noregi og unnu 9-4.
Stelpumar í A-liðinu áttu leik við pólskar
kerlingar sem þær töpuðu 14-7 (en unnu
samkvæmt Mogganum), B-liðið spilaði
við lið frá Danmörku og gerðu jafntefli 6-
6. Seinna um daginn átti A-lið stelpnanna
leik við Gummersbach sem þær unnu 23-
5 en B-liðið gerði 8-8 jafntefli við sænskt
lið. Strákarnir spiluðu við Buxtehuder
BSV sem þeir unnu 25-7.
Næstu dagar voru keppnisdagar.
Strákarnir spiluðu seinasta leik sinn i
riðlinum þann 5. júií við Poznan og
töpuðu 11-15. Stelpumar kláruðu einnig
sína leiki þennan dag A-liðið spilaði við
norskt lið fór sá leikur 12-14, en B-liðið
spilaði við lið frá Ungverjalandi sem þær
töpuðu 2-22. Þó að strangt prógramm
hafði verið um daginn þá vorum við aldrei
of þreytt til þess að geta ekki farið á
diskóið og á pizzeríuna.
Strákamir komust í A-úrslit en bæði
A og B lið stelpnanna fóru í B-úrslit.
Stelpurnar í A-liðinu spiluðu þar við
Hauka og unnu 15-3, þær spiluðu einnig
við ÍR en töpuðu 3-7, töpuðu einnig 7-13
fyrir Kappeln TSV. B-liðið spilaði þrjá
leiki í B-úrslitum og og tapaði þeim öllum.
Strákamir töpuðu fyrir Skövde með einu
marki 14-15, unnu Hombaek 21-6, en
töpuðu fyrir Badel-Zagreb 10-15. Hvorki
stelpumar né strákamir náðu að komast í
úrslit.
Eitt kvöldið fór ffam landsliða keppni
í þeim flokkum sem keppt var í. í 4. flokki
hjá strákunum voru tvö lið frá íslandi
Valur og Fjölnir og því var valið úrval úr
þeim liðum til að taka þátt í
landsliðakeppninni. Hjá stelpunum í 4.
flokk vom fleiri lið frá íslandi og var þvi
úrval úrþeim valið. 2 úr Val voru í liðinu.
Síðasta kvöldið fómm við í Liseberg.
Þar fóru allir að sjálfsögðu í öll tækin þar
á meðal vatnsrússíbanann en úr honum
komu allir meira og minna blautir, en þá
kom reynsla Den massive í ljós en þeir
fóru inn á klósett og skiptu um föt. Þetta
vakti ekki mikla lukku meðal okkar
krakkanna. Meðan við vorum rennandi
35 VALS blaðið