Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 36

Valsblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 36
VALS blaðið 36 blaut vora þeir hreinir og þurrir. Seinna um nóttina vöknuðu stelpumar við V ATN! En þá var “Den massive” Nonni og strákarnir búnir að skipuleggja herferð með vatni á stelpumar. En ætlunin var að strákarnir myndu hlaupa inn til stelpnanna hella á þær vatni og hlaupa svo aftur inn í herbergi þeirr og læsa, stelpumar hlupu náttúmlega óðar á eftir þeim en gátu ekki svarað fyrir sig með vatni. Þær ákváðu því að setja tannkrem á gólfið inni hjá Nonna og Inga, og fyrir framan dymar hjá strákunum. Þær fóm síðan inn í herbergi en þá kom Nonni inn á eftir þeim alveg brjálaður og fór að röfla um að við öll hefðum verið í vatnsslag og óþarfí að blanda efni í það. Stelpumar svömðu fyrir sig eins og sannir Valsarar um hvað strákarnir væru miklir “chickenar” að hlaup inn og leyfa þeim ekki að svara fyrir sig og gekk þá Nonni orðlaus út. En næsta dag (lokadag stelpnanna) var mórallinn bættur með því að allir fóru í vatnsslag og fóru siðan nokkrir krakkar í bæinn, en Jónsi og Hera (frá módel 79) fóru í myndatöku fyrir næsta Partille Cup blað, þar var Jónsi ÝÝÝKKTUUR með kassann. Þann sama dag þurftu stelpurnar að fara heim á klakann. Hafrún og Sigrún kvöddu Gua- temala gæjana sina með tár á kinn. Stelp- umar fóm síðan i rútu að flugvellinum og flugu heim á leið, en strákamir fóm og fengu pening hjá Nonna og Inga, fóru síðan á pizzeríuna og héldu upp á að stelpumar væru farnar (nema Pétur Mr. Safe). Næsta dag lögðu strákamir af stað til Danmerkur. Fyrstu dagamir i Danmörku fóm i það að versla í Álaborg og skemmta okkur á Biffen. Eftir þetta tók þó alvaran við aftur. Þann 11. júlí var mótið sett, og þann sama dag spiluðum við fyrstu leikina á mótinu. Við spiluðum við Pedro Nunes frá Portúgal og unnum við leikinn 16-11, seinna um daginn spiluðum við við BK46 Karis, en þeir unnu þetta mót í fyrra, töpuðu við þeim leik 21-9. Næsta dag spiluðum við við Klöfta IL og endaði sá leikur 19-5 fyrirokkur. Seinasti leikurinn var síðan gegn TV Sciffdorf og unnurn við þann leik 15-7. I milliriðli lentum við á móti norsku liðil, AK 28, sem við unnum 15-10, síðan spiluðum við SP 72 Kraainem frá Belgíu, og unnum við þá einnig 19-12. Seinasti leikurinn í milliriðli var gegn sænsku liði, Karra HF, sem við unnum með fjórum mörkum, 12- 8. I þeim leik gerðist það skondna atvik að við fengum dómara sem var með tveggja mínútna ræpu og þegar mest lét á voru tveir útileikmenn og markvörður eftir inni á vellinum og var einn leikmaður okkar búinn að fá rauða spjaldið og einn ónefndur þjálfari (fyrsti stafurinn er Nonni). Jæja, nú var komin spenna í strákana því við voruð komnir í undanúrslitaleikinn á móti IF Hellten frá Svíþjóð. Leikurinn byrjaði vel og í hálfleik vorum við þremur mörkum yfir en í seinni hálfleik minnkuðu þeir forskot okkar í eitt mark og á seinustu mínútunum viðbeinsbrotnaði Ingvar og spilaði ekki meir í þessu móti. Leikurinn vannst með einu marki, 16-15, og verður að taka fram að Sigurgeir lokaði með markvörslu. Þarna var allt á suðupunkti hinn óviðjafnanlegi 4. flokkur Vals var kominn í úrslitaleikinn í Dronninglund Cup ’93. I fyrrihálfleik höfðum við undirtökin en í seinni hálfleik fengum við nokkrar tveggja mínútna brottvísanir á slæmum tíma og misstum tökin á leiknum. Leikurinn endaði 17-12 fyrir fínnska liðinu BK 47. Menn voru hálfsárir eftir leikinn en hinn eini og sanni Nonni Halldórs kom öllum i gott skap með nokkrum vel völdnum orðum. Síðustu nóttina áður en halda átti heim til Islands var lítið um svefn því klukkan sex um morguninn kom rúta að sækja okkur í skólann. Rútan keyrði okkur af stað til Friðrikshafnar en á leiðinni komumst við að því að rútubílstjórinn var eitthvað ölvaður þvi að hann keyrði okkur íyrst í vitlausa höfn þannig að við misstum af ferjunni sem fór frá Friðrikshöfn til Gautaborgar. Þetta bjargaðist þó allt því við tókum bara næstu ferju og næstu klukkustundir vorum við í kapp við tímann því við þurftum að ná flugvél heim til Islands. Sem betur fer gekk það og við náðum fluginu heim. Við viljum enda á því að þakka “Den Massive Farerstjórer” Nonna og Inga og hinum síhressu Kötu og Dúnu “choachum” og farastjórum fyrir öfga frábæra ferð. 4. flokkur Vals, stelpur og strákar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.