Valsblaðið - 01.05.1993, Page 37

Valsblaðið - 01.05.1993, Page 37
Loksins kvennakarfa Það hefur lengi staðið til að stofna meistaraflokk kvenna í körfuknattleik hjá Val. Þegarhópurkvenna óskaði síðastliðið sumar eftir félagsskiptum yfír í félagið var slegið til og meistaraflokkur kvenna var skráður til keppni í vetur. Þar með eiga deildirnar þrjár, handbolti, fótbolti og körfubolti allar tvo meistaraflokka eins og vera ber. Meginhluti þeirra leikmanna sem gengu til liðs við Val kemur úr ‘IR eða alls 14. Þá kom ein úr KR og ein úr Grindavík. Auk þess æfa með meistaraflokknum efnilegar stúlkur úr yngri flokkum. Von er á sænski körfuboltakonu í liðið eftir áramót og mun hún eflaust verða góður liðsstyrkur. Þjálfari meistaraflokks kvenna er Jón Bender og nú er bara að sjá hvemig Jóni og stelpunum gengur á þessu fyrsta keppniári meistaraflokks kvenna í körfuboltanum. Hart barist undir körfunni BIKARSAFN VALDEMARS IVALS- HEIMILI Valdimar Grímsson kom veglegu verðlaunasafni sínu fyrir meðal annarra verðlaunagripa í hinu nýja félagsheimili Vals að Hlíðarenda á meðan hann leikur handknattleik norðan heiða. “Mér fannst upplagt að nota aðstöðuna hér frekar en að pakka þessu niður í kassa,” sagði Valdimar. Hann vildi hins vegar ekki svara því hversu lengi safnið yrði að Hlíðarenda, það kæmi í ljós síðar. Valdimar “lánaði” Val verðiaunasafnið sitt um stundarsakir 37 VALS blaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.