Valsblaðið - 01.05.1993, Page 40

Valsblaðið - 01.05.1993, Page 40
„Lífið hefur verið handbolti” Guðmundur Hrafnkelsson gekk í Val fyrir meiðslaveturinn fræga. Annað tímabil hans í félaginu var uppskeran öllu ríkulegri og stefnan er sett á að verja „dollurnar” í vetur. Texti: Hanna Katrín Friðriksen Guðmundur Hrafnkelsson, Valsmaður og landsliðsmarkmaður í handbolta, á góðar minningar frá síðastliðnu keppnis- tímabili. Hann átti gott tímabil, Valsliðið vann það sem hægt var að vinna og rúsínan í pylsuendanum var útnefning Guðmundar sem “Handknattleiksmaður ársins 1993” Hann segir sjálfur að sigur- inn í bikarúrslitaleiknum gegn Selfossi hafi verið sérstaklega ljúfur vegna þess að þar gerði hann fjórðu atrennuna að bikarmeistaratitlinum, hafði áður tapað einu sinni með Val og tvisvar gegn Val. Guðmundur hóf handboltaferilinn 12 ára gamall með Fylki enda uppalinn Ar- bæingur. Þar lék hann í yngri flokkunum, framan af á línu og í homi, en slysaðist síðan í markið þegar það var tómt á einni æfingunni. Hann fann sig vel á milli stanganna og hefur því verið þar síðan þó hann eigi það til að bregða sér i eina og eina sókn með félögum sínum þegar mikið liggur við. Úr Fylki lá leið Guðmundar í Breiða- blik. Það var árið 1984 og liðið nýbúið að vinna sér sæti í 1. deild. „Þama var ég orðinn átján ára og kominn í unglinga- landsliðið. ‘Eg vildi reyna mig í 1. deild- inni auk þess sem ég var orðinn þreyttur á aðstöðuleysinu í Arbænum. Þá var það ekkert íþróttahús og við þurftum að sækja æfingar út um allan bæ,” segir Guð- mundur. Fyrsta ár Guðmundar með Blikunum lá leiðin beint niður í aðra deild aftur. Þar var dvölin stutt og i næstu tilraun hafnaði liðið í 2. sæti i 1. deildinni. ‘Arið eftir varð árangurinn í deildinni ekki eins góður en liðið komst úr úrslit í bikar- keppninni. Þetta var vorið 1988 og þama reyndi Guðmundur við titilinn í fyrsta skipti. Það vom hins vegar Valsmenn sem tóku bikarinn með sér heim á Hlíðarenda og kunni Guðmundur þeim litlar þakkir fyrir. Guðmundur var fyrst valinn í lands- liðshópinn sem æfði fyrir heimsmeistara- keppnina í Sviss árið 1988. Hann fór ekki með liðinu til Sviss, en síðan hefur hann ekki látið sig vanta þegar íslenska lands- liðið hefúrtekið þátt í stórmótum erlendis. „Það var einkennilegt að sitja heima og horfa á stjörnur handboltans á þessum tíma eins og t.d. Frank Wahl leika í Sviss og vera siðan nokkru síðar kominn í VALS blaðið 40

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.