Valsblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 49

Valsblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 49
Lesið fyrir próf í vélaverkfræðinni. var ótrúlegra spennandi úrslitakeppni og ólíklegustu menn villtust niður í Valsheimili til að spá og spekúlera á meðan á henni stóð. Skyndilega fengu allir Valsmenn áhuga á körfubolta. Það er best að gefa Ragnari orðið þegar þessi tími er rifjaður upp: „Samstaðan í liðinu var hreint ótrúleg og menn voru tilbúnir til þess að fóma öllu fyrir liðsheildina. Við vorum tólf manna hópur og þeir sem vom fyrir utan liðið hverju sinni voru alveg jafnmikill hluti af liðsheildinni og aðrir. “ „Þegar er engin spurning að það breyttist margt eftir þessa úrslitakeppni. Þarna voru flestir leikmenn Vals að kynnast því í fyrsta skipti hvað það er að vera í toppbaráttunni og finna lyktina af titlum. Viðhorfið hjá manni breytist eftir svona reynslu. Ég á persónulega mjög erfitt með að sætta mig við gengið nú eftir að hafa kynnst hinni hliðinni. Eftir nokkra tapleiki í röð fyrr í vetur var ég farinn að eiga erfitt með svefn.” Þrátt fyrir að Valsliðið hafi átt frekar misjöfnu gengi að fagna það sem af er vetrar hefur Ragnar firndið sig vel og átt góða leiki og glatt margan áhorfandann með fallegum 3ja stiga körfum. Hann segir sjálfur að þarna sé aðeins um að framlengingu frá síðasta keppnistímabili þar sem hann átti góðan lokasprett og þakkar það því að hafa sloppið við meiðsli sem hafa hrjáð hann undanfarin ár. „Ég var fyrst skorinn upp við nárameiðslum sumarið 1991. Þá hafði ég verið frá stóran hluta tímabilsins áður og var fastagestur hjá sjúkraþjálfurum. Þær heimsóknir héldu áfram veturinn eftir þar sem meiðslin tóku sig upp og ég fór aftur í uppskurð um sumarið. Ég var nokkum tíma að ná mér alveg góðum og var alveg við það að gefast upp á þettu. Sem lokaúrræði ákvað ég að fara enn einu sinni í sprautumeðferð sem til þessa hafði ekki gert mikið gagn. í þetta skipti kom hún vel út þannig að mér hefur líklega ekki verið ætlað að hætta strax.” „Ég var kominn á gott skrið undir lok tímabilsins, enda aldrei æft betur, en við komumst ekki í úrslitakeppnina. Eftir góða byrjun þar sem liðið mætti stútfullt af sjálfstrausti í hvem leik fór að halla undan fæti og liðið klúðraði hverjum leiknum á fætur öðm. Við höfðum reyndar misst lykilleikmenn eins og Tomma Holton fyrir mótið og þá meiddist Frank um miðjan veturinn og lék ekki meira með. Ragnar var mættur i lyftingar daginn eftir síðasta leik í íslandsmótinu, ákveðinn í að nýta sumarið vel þar sem enginn upp- skurður var á dagskrá. „Ég var ákveðinn í að byggja mig vel upp. Það lá strax fyrir að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og ég sá fram á að þurfa að taka á mig meiri ábyrgð en áður.” - Þú hefur samt kannski ekki búist við því að verða gamli maðurinn í liðinu i vetur? „Nei alls ekki enda lá það ekki fyrir fyrr en seint í haust. Það var mikil óvissa sem rikti um sumarið. Pétur Guð- mundsson hætti við þjálfunina og þegar gengið var frá samningi við Frank var aðeins vika í fyrsta leik. Samt sem áður bjóst hann við því að menn eins og Matthías Magnússon og Brynjar Harðar- son yrðu með og vonaðist jafnvel eftir Símoni. Það voru sem sagt að eiga sér stað miklar breytingar fram eftir öllu og það er ekkert grín að undirbúa lið fyrir mót þegar svo er.” - En svo var það þetta með 3ja stiga körfumar? „Það er náttúrulega ljóst að ég treð ekki boltanum í körfuna. Valsliðið leikur öðruvísi bolta en hin liðið því við erum svo litlir. Við skjótum þess vegna mikið fyrir utan, stundum gengur það vel og stundum ekki. Ég æfði persónulega þessar 3ja stiga skot mikið þegar ég var yngri. Ég hef alltaf skorað tiltölulega mikið úr slíkum skotum en nú er skorið orðið jafnara hjá mér en áður. Ég er orðinn stöðugri leikmaður og það er ekki verra að Frank leitar mikið að mér.” Ragnar er nú á lokaári í véla- verkfræði við Háskóla Islands. Hann stefnir á framhaldsnám erlendis en hefur hug á að leika enn eitt tímabil með Val eftir þennan vetur áður en af því verður. „Valsliðið er mjög ungt og margir af ungu strákunum eru mjög efnilegir. Það eru margir hættir frá því i fyrra og liðið er ekki líklegt til afreka í vetur þó við gerum Lítill og dúllulegur. Þarna er Ragnar ekki enn búinn að ákveða hvort hann ætlar að verða körfuboltamaður, knattspyrnumaður eða handboltamaður en hann ætlar í Val. okkur enn vonir um að komast í úrslitakeppnina. Draumurinn er hins vegar að sjálfsögðu að verða íslands- 49 VALS blaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.