Valsblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 51

Valsblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 51
í MINNINGU LÁTINS VALSMANNNS Setning Umbrot Filmuvinna Prentun Brot og frágangur Tökum við efni af disklingum til filmuútkeyrslu Gerum verötilboö ef óskaö er Prenttækni í öllum litum KÁRSNESBRAUT 108 KÓPAVOGI SÍMAR 44260 & 44399 FAX 45073 Einar Þór Vilhjálmsson Fæddur: 3. apríl 1952 Dáinn: 31. október 1993 Einar Þór Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri, lést hinn 31. október s.l. aðeins 41 árs að aldri. Einar Þór fæddist í Reykjavík hinn 3. apríl 1952, sonurhjón- anna Helgu Finnbogadóttur og Vilhjálms heitins Þórðarsonar, biffeiðastjóra. Einar Þór var dyggur Valsmaður frá blautu barnsbeini enda uppalinn i Hlíðunum. Hann hófsnemma að æfa með Val og var markmaður í öllum yngri flokkunum í handbolta, allt upp í annan flokk. Eins og títt var með stráka áður fyrr, sem voru í sveit öll sumur fram á fermingaraldur, hóf Einar á hinn bóginn ekki að æfa fótbolta af kappi fyrr en í þriðja flokki. Fótbolta hætti hann að stunda er hann hóf nám í háskólanum enda átti hann þá mjög stopular ffístundir þar sem hann hafði þegar fyrir fjölskyldu að sjá. Til að sjá henni farborða varð hann að sinna allri þeirri vinnu, sem bauðst með náminu. Fótboltinn varð því einfaldlega að víkja. Einar Þór var ákaflega glaðlyndur maður, duglegur og skemmtilegur. Glað- værð hans og eljusemi smitaði alla sem í kringum hann voru og kynntust. Þó Einar væri ágætur keppnismaður nálgaðist hann boltaleiki ætíð ffemur sem leik og skemmtan en keppni. Utan vallar sem innan setti hann sig ekki úr færi við að slá á létta strengi sama hvernig gekk hveiju sinni. Því var alltaf notalegt að vera í návist hans. Þrátt fyrir erilsöm störf alla tíð og hestamennskuna, sem var aðaláhugamál Einars hin síðari árin, gleymdi hann aldrei félaginu sínu. Það gat jafnan reitt sig á stuðning hans bæði í orði og verki þegar á reyndi. Einar Þór kvæntist ungur Jóhönnu Bjömsdóttur og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn, þau Birnu Karen, Vilhjálm Andra, Þóreyju Evu og Einar Helga. Knattspymufélagið Valur vottar þeim og öðrum aðstandendum og vinum sína dýpstu samúð. Lárus Ogmundsson ■a* 51 VALS blaðið

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.