Valsblaðið - 01.05.1998, Síða 13
www.valur.is
En við sáum að okkur og við endur-
skoðuðum hug okkar en ein af helstu
hugmyndum Borisar var að gefa ungum
leikmönnum tækifæri. Auðvitað er ekki
alltaf hægt að gefa þeim öllum tækifæri
því oft er það reynslan sem skilar stig-
unum en það kemur alltaf næsti leikur.
Þeir sem eru í 2. og 3. flokki í dag hafa
alist upp við það að leikmenn ur þess-
um flokkum eru teknir inn í meistara-
flokkinn og sú stefna okkar að vera með
lið skipað „heimamönnum" hefur skil-
að okkur mikilli velgegni. Það sem
erlendir leikmenn hafa fram yfir ung-
lingana okkar er reynsla, en það fá leik-
menn með því að spila þess vegna
látum við okkar ungu leikmenn spila til
þess að þeir öðlist reynslu og verði
betri. Við treystum strákunum okkar.
En hvað með framtíðina, er sigur-
gangan endalaus?
Það byggist allt á því hvemig er staðið
að hlutunum, þessi sigurganga hefur
staðið yfir í 10-12 ár, af hverju ætti hún
ekki eftir að standa yfir næstu 10 árin.
Þetta byggist númer eitt á góðum þjálf-
umm, sérstaklega hjá yngri flokkunum
þannig að leikmennimir komi fullmó-
taður upp í meistaraflokk. Góður þjálf-
ari er að mínu mati sá sem hefur góða
þekkingu á íþróttinni og er góður stjór-
nandi og skipuleggjari.
Að lokum, hverju viltu breyta hjá
Val?
Það er hægt að laga ýmislegt hjá Val en
að mínu mati er stærsta verkefnið að
koma knattspymunni aftur á þann sess
sem hún var í. Félagið heitir Knatt-
spyrnufélagið Valur og þó að hand-
boltinn hafi haldið félaginu uppi
síðastliðin ár þá þurfum við að efla fót-
boltann. í fyrsta lagi þá þarf fótboltinn
að horfa aðeins á hvað handboltinn
hefur verið að gera. Við þurfum að eyða
meiri peningum í unglingastarfið og ég
vil sjá einn þjálfara sem ber ábyrgð á
yngriflokkaþjálfuninni og er í fullu
starfi við að þjálfa unga knattspymu-
menn. í framhaldi af þessu þurfum við
að bæta aðstöðuna fyrir knattspyrnuna
þannig að krakkar geti komið hingað
hvenær sem er og sparkað.
Knattspymufélagið Valur hefur haldið
úti heimasíðu sinni í 2 ár og þar er hægt
að sjá allar æfingatöflur félgasins, úrslit
leikja í meistaraflokkum félagsins og
næstu leiki. Gaman væri að á síðunni
væru úrslit leikja í yngri flokkum
félagsins en til þess að það megi verða
verða þjálfarar í yngri flokkunum að
koma úrslitum til umsjónarmanns
síðunnar svo hægt sé að setja þau inn.
Reynt hefur verið að setja fréttir úr
félaginu á síðuna en það hefur ekki
verið nokkur áhugi hjá Valsmönnum að
koma með fréttir á síðuna. Hefur það
valdið okkur sem áhuga höfum á þvi að
gera Valssíðuna að betri og áhuga-
verðari síðu töluverðum vonbrigðum.
Gaman væri nú á nýju ári að formenn
deilda, þjálfarar og umsjónarmenn flok-
ka sendu efni sem hægt væri að setja á
síðuna, þannig að Valsmenn út um allan
heim geti fylgst
með hvað er að
gerast hjá Val.
Hægt er að koma
með myndir t.d. af
liðum sem ynnu
einhverja titla.
Einnig væri mjög
gott fyrir þá sem að
síðunni standa að fá
gagnrýni um útlit,
efni, hvað vantar á
síðuna og fleira.
Umsjónarmaður
síðunnar er Árni
Gunnar Ragnarsson
og netfang hens er
arnigunnar @ -
islandia.is einnig
er hægt að koma
efni á skrifstofu Vals valur@valur.is
sem mun þá koma því til umsjónar-
manns.
Umsjónarmaður Valssíðunnar að störfum við að setja
inn úrslit síðustu leikja.
Valsblaðið 50 ára 13