Valsblaðið - 01.05.1998, Side 18
Fulltrúaráð Vals
^ÁLXmÁ6si6$4' \]áLfy
Ólafur Gústafsson
Á aðalfundi Vals 13. nóvember 1945
var samþykkt að stofna 9 manna full-
trúaráð innan félagsins. Skyldi ráðið
vera ráðgefandi félagsstjórninni á
hverjum tíma og henni til aðstoðar í
meiriháttar málum. Aðal hvatamaður
að stofnun fulltrúaráðsins var hinn ötuli
Valsmaður Frímann Helgason, fyrr-
verandi formaður félagsins, ritstjóri
Valsblaðsins til margra ára og bak-
vörður í hinni "frægu Valsvöm" á 4.
áratugnum. Fyrsti formaður ráðsins var
Forsíðan á hinum nýja kynningar-
bæklingi Vals
Sveinn Zoega, fyrrverandi formaður
Vals og heiðursfélagi.
Við stofnun fulltrúaráðsins var lögum
Vals breytt, m.a. þannig að stjórn
félagsins var skylt að leita álits ráðsins
um öll "meiriháttar mál". í fulltrúaráðið
völdust þegar í upphafi "eldri"
Valsmenn sem höfðu verið virkir þátt-
takendur í íþróttastarfinu og bám hag
félagsins fyrir brjósti og voru áfram
tilbúnir til að láta gott af sér leiða í þágu
Vals. Þá varð fulltrúaráðið strax í byrjun
góður vett-
vangur fyrir
þessa Vals-
menn til að
hittast, bera
saman bækur
sínar og fylg-
jast með
gangi mála
innan Vals.
Á árinu 1957
voru fulltrúa-
ráðinu settar
sérstakar
starfsreglur
og ráðið opn-
að meira fyrir
félagsmenn, er
starfað höfðu
vel fyrir félagið og vildu gera áfram á
nýjum vettvangi, í áranna rás tóku starf-
sreglurnar nokkrum breytingum og hor-
fið var frá því, að skylda aðalstjóm
félagsins til að bera "meiriháttar mál"
undir fulltrúaráðið. Var það skynsamleg
breyting, því fulltrúaráðið á ekki að
vera eins konar yfirstjóm í félaginu.
Fljótlega fór starfsemi fulltrúaráðsins
að berast inn á þær brautir að standa
fyrir ákveðnum verkefnum í þágu Vals,
sem ráðið tók fyrir eigin fmmkvæði eða
vegna beiðni aðalstjórnar félagsins.
Sem dæmi um slík verkefni má nefna
gerð kvikmyndar um fyrstu árin í sögu
Vals - verkefni sem verðugt væri að
halda áfram með. Af nýlegri verkefnum
má nefna, að á árinu 1996 lét full-
trúaráðið, að frumkvæði Péturs
Sveinbjarnarsonar, fyrrverandi for-
manns Vals, setja upp söguskilti um
Hlíðarenda, sem stendur við gamla
íbúðarhúsið. Nýjasta verkefni full-
trúaráðsins var síðan útgáfa kynningar-
rits um Val í ritstjórn Þorgríms
Þráinssonar, rithöfundar og Valsmanns,
sem afhent var aðalstjórn á aðalfundi
félagsins s.l. vor í 6000 eintaka upplagi.
Tilgangur stjómar fulltrúaráðsins með
þessari útgáfu var að gera vandað,
aðgengilegt og vel myndskreytt rit, sem
segði frá uppmna og merkilegri sögu
Vals, glæstum sigmm félagsins og hvað
það býður ungu fólki í dag.
Kynningarrit, sem félagið gæti m.a.
afhent unga fólkinu sem æfir hjá félag-
Söguskilti um Hlíðarenda.
inu, bömunum sem koma í sumarbúðir
og íþróttaskóla Vals, bamafjölskyldum
í nærliggjandi hverfum og fyrirtækjum,
sem styðja og styrkja félagið.
í fulltrúaráðinu í dag er 81 meðlimur,
Nýir félagar eru teknir í ráðið á aðal-
fundi þess að tillögu einhvers full-
trúaráðsmeðlims eða aðalstjórnar.
Markmið ráðsins nú er að vera aðal-
stjóm til ráðgjafar og stuðnings, að taka
að sér einstök verkefni félaginu til
framdráttar og að vera vettvangur
"eldri" Valsmanna til að hittast. Með
þessi markmið að leiðarljósi getur ráðið
dafnað og gert félaginu gagn.
18 Valsblaðið 50 ára