Valsblaðið - 01.05.1998, Side 29
Fræknir kappar hita upp í Noregsför Vals
lokað á ákveðnar skoðanir sem öllum er
hollt að hlusta á - burtséð frá því hvort
tekið er mark á þeim eða ekki. Það er
yfirleitt þannig að þeir menn, sem hafa
setið í stjóm, eru endurkjömir því þeir
hafa ákveðið forskot. Vonandi vegna
þess að þeir hafa verið að standa sig
vel.“
-- Er það eins í þessu og pólitíkinni,
að menn eru að smala atkvæðum?
„Ekki í mínu tilviki en auðvitað hef ég
heyrt það. Félögin þurfa sjálf að koma
með tillögur að stjómarmönnum og því
er engum um að kenna nema þeim sjálf-
um ef þeir eru ósáttir við þá sem em í
stjórninni. Það hlýtur að tíðkast að
menn klóri hver öðmm á bakinu og
sammælist um að veita ákveðnum
brautargengi. Það er félagarígur í þessu
eins og öðm. En það má vel vera að
félögin ættu að reyna að koma yngri og
ferskari mönnum, sem em nýhættir að
spila, inn í stjóm KSI.“
-- Var það of stór biti fyrir KSÍ að
taka að sér rekstur Laugardals-
vallar?
„Þótt ég hafi verið efíns á tímabili er ég
sannfærður um að þetta hafi verið rétt
ákvörðun. Þetta var þjóðþrifamál og vel
stutt af borgaryfirvöldum. Við tókum
einnig þá stefnu að færa skrifstofumar
undir stúkuna og ég tel að það sé til
mikilli bóta.“
-- Erum við, undir stjórn Guðjóns
Þórðarsonar, að eignast okkar sterk-
asta landslið frá upphafi?
„Eg er ekkert viss um það. Þótt okkur
hafi gengið vel í síðustu tveimur
leikjum finnst mér strákamir aldrei hafa
þá varði Siggi Dags.
vítaspyrnu rétt fyrir
leikslok
náð að sýna sitt besta samtímis. Okkur
vantar svo oft herslumuninn. Við höfum
verið óheppnir með meiðsli en Guðjón
hefur náð upp góðri stemmningu.
Varnarleikurinn hefur verið vel út-
færður en sóknarlega eru við ekki nógu
sterkir ennþá. Fjölmargir leikmenn hafa
haldið í atvinnumennsku og það ætti að
skila sér í betri leikmönnum og öflugra
landsliði. Reyndar hef ég ekki trú á því
að menn bæti sig mikið ef þeir fá
eingöngu að spila með sínum vara-
liðum. Það er bara eins og að spila með
1. flokki á íslandi. Alvaran verður
aldrei mikil.“
-- Hvað finnst þér um það að Guðni
Bergsson, landsliðsfyrirliði, skuli
ekki hafa verið valinn í sumar?
„Ég þekki málavöxtu ekki nægilega vel
til að geta tjáð mig um það. Mér finnst
Guðni alltaf hafa skilað sínu með land-
sliðinu og þykir miður að hann skuli
ekki hafa verið valinn, hvort sem
meiðslum er um að kenna eða því að
Guðjón telur sig ekki hafa not fyrir
hann. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðu-
nar að það eigi að tefla fram sterkasta
landsliðinu hverju sinni og gildir þá
einu hvort menn eru 18 eða 38 ára.
Arnór virtist hafa misst sæti sitt fyrir
aldurssakir og ég ekki hlynntur slíku en
það er aðeins mín skoðun. Það verða
alltaf skiptar skoðanir um það hvemig
eigi að „kveðja“ leikmenn sem hafa
þjónað liðinu lengi. Hvort kveðjuleikur
er við hæfi skal ég ekki segja um enda
veltur það á landsliðsþjálfaranum hver-
ju sinni.“
o v
-- Hver er þín stærsta stund sem
áhorfandi?
„Til dæmis þegar Valur jafnaði undir
lokin í fyrri aukaleik um fslandsmeist-
aratitilinn í knattspyrnu árið 1966 á
móti Keflavík. Valur vann seinni
leikinn 2:1 og þá varði Siggi Dags.
vítaspymu rétt fyrir leikslok. Ég missti
af þeim fræga bikarúrslitaleik þegar
Valur lagði KA eftir að hafa jafnað
þegar 7 sekúndur vom eftir af ven-
julegum leiktíma. En það var stór stund
þegar Valur varð íslandsmeistari 1987
að Hlíðarenda og fékk bikarinnar
afhentan þar. Það var svo ánægjulegt að
upplifa þessa miklu stemmningu á eigin
heimavelli.“
-- Þú virðist enn jafn léttur og þegar
þú varst upp á þitt besta í boltanum.
Hvað gerirðu til að halda þér í formi?
„Ég fer í sund í Garðabæjarlauginni á
öllum virkum dögum enda vinn ég þar
skammt frá. Síðan spila ég badminton
tvisvar í viku. Annars hef ég aldrei átt
við það vandamál að glíma að fitna og
ég get ekki séð að það muni angra mig
í framtíðinni."
Valsblaðið 50 ára 29