Valsblaðið - 01.05.1998, Side 35
Skallagrímsmenn á jólahlaðborði nú í desember.
Bjarni, Ingi og Villi bíða eftir næsta
leik við Akureyringana.
verið yngdur lítillega upp með þeim Val
Valssyni, Hilmari Sighvatssyni,
Magna Blöndal Péturssyni og
Brynjari Níelssyni. Ekki hefur veitt af
vegna þess að mjög hefur færst í vöxt
að bakverkir og aðrir kvillar hafa hrjáð
frumkvöðlana eftir því sem árin hafa
færst yfir. Það breytir samt ekki því að
menn hafa haldið hópinn og mæta gal-
vaskir til þeirra fagnaða sem boðað er
til á vegum Skallagríms, t.d. árlegs
jólahlaðborðs - sem jafnan er haldið í
desember.
í upphafi settu bæjarkeppnir vió
Akureyringa mikinn svip á starf
félagsins. Við fórum norður í keppnis-
ferðir og þeir endurguldu með því að
heimsækja okkur á heimavöllinn við
Túngötu. I liði Akureyringa voru flestir
leikmanna talsvert eldri en við, þeir
Bílaleigubræður Skúli, Vilhelm og
Eyjólfur, Gísli Jónsson, Jón heitinn
Stefánsson, Kári Árnason, Valsteinn,
Þormóður og fleiri góðir menn. Þrátt
fyrir háan aldur tókst þeim að sigra í
öllum þessum keppnum þrátt fyrir stjör-
num prýtt lið Valsara í Skallagrími. Því
er eðlilegt að þessar keppnir hafi lagst
af. Auk þess höfum við stöðugt skynjað
það betur og betur að utanaðkomandi
atbeini er óþarfur þegar félagar í
Skallagrími hittast.
Fyrir nokkrum árum var tekið upp á
þeirri nýbreytni að velja mann ársins.
Sá atburður veldur ávallt mikilli spennu
og er af mörgum talinn árlegur hápunk-
tur í starfi félagsins. Veittur er farand-
bikar og hafa þessir hlotið hann: Helgi
Benediktsson, Vilhjálmur Kjartansson,
Úlfar Másson, Hörður Hilmarsson,
Grímur Sæmundsen og nú síðast í
desember 1998 Guðmundur Þorbjörns-
son, allir að sjálfsögðu fyrir frábæra
frammistöðu.
Helgi Magnússon
Golfmót
Vals 1998
Sigurvegar eru á myndinni
ásamt Böðvari Bergssyni, sem
fékk verðlaun fyrir að vera
næstur holu.
Á miðju s.l. sumri fór hið árlega
golfmót Vals fram á golfvelli
Oddfellowa í Urriðavatnsdölum.
Þátttaka var mjög góð enda veðrið
eins og best verður á kosið.
Sigurvegari í ár varð hinn fomfrægi
handboltakappi og fyrrum formaður
handknattleiksdeildar félagsins,
Brynjar Harðarson. Þó svo að
hann hafi stundað golf skemur en
margur annar var hann vel af
sigrinum kominn. í öðru sæti varð
Hilmar Sighvatsson og í því þriðja
Friðjón Friðjónsson. Að venju lauk
mótinu með verðlaunaafhendingu
og síðan mikilli og veglegri
garðveislu á óðali Gunnars bónda
Kristjánssonar í Elliðaárdal. Auk
Gunnars höfðu þeir Garðar
Kjartansson og Halldór Einarsson
veg og vanda að undirbúningi og
framkvæmd mótsins, sem tókst í alla
staði með ágætum.
Valsblaðið 50 ára 35