Valsblaðið - 01.05.2006, Page 61

Valsblaðið - 01.05.2006, Page 61
Ungir Valsaran Þorbergur Ingvi Kristjánsson leikur hörfubolta með 11. flokki hjá Ifal Þorbergur er 15 ára gamall og hefur æft körfubolta hjá Val í rúmlega eitt ár. Hann æfði með Ármanni/Þrótti í tvö ár og var mjög áhugasamur en fannst félagar sínir ekki nægilega áhugasamir að æfa. Hann þekkti Atla Barðason í 11. flokki Vals og ákvað að skipta um félag sem hann telur að hafi meiri metnað í körfubolta. Frænka hans Rósa Júlía Steinþórsdóttir lék knattspyrnu með Val og landsliðinu. - Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við körfu- boltann? Það er mikilvægt að fá stuðning við það sem maður er að gera, hvað sem það er, ég fæ nægan stuðning frá foreldrum mínum. - Hvernig gengur? í fyrra gekk okkur ekki nógu vel, við end- uðum í C-riðli í 10. flokki og rétt héldum okkur í B riðli í 9. flokki með sigri á KR á íslandsmótinu. Svo til að enda tímabilið fórum við til Gautaborgar í Svíþjóð og það var mjög gaman. En nú í vetur hefur okkur öllum farið mikið fram og við fengum líka tvo nýja leikmenn, Ingólf og Togga, og komumst strax í A-riðil bæði í 10. og 11. flokki í október. - Skemmtileg atvik úr boltanum. Innan vallar myndi ég segja í hvert sinn sem maður vinnur leik með einni körfu, þá finn ég fyrir miklum létti en utan vallar er það tvímælalaust ferðin til Gautaborgar í maí 2006. - Fyrirmyndir í körfuboltanum? Uppáhaldsleikmaður minn hér- lendis er Frikki í Njarðvík en ég er ekki viss með erlend- is, ég fylgist ekki mikið með NBA en ég las grein í Blaðinu um Chris Paul sem var valinn nýliði árs- ins en hann er að koma Homets liðinu aftur á kort- ið, þannig leikmönnum er ég hrifnastur af, sem geta rifið liðið sitt upp. - Hvað þarf til að ná langt körfubolta eða íþróttum almennt? Mér finnst aðalmálið vera að taka vel á því á æfing- um og vera 1 0 0 og hlusta á þjálfarann, ekki góna út í loft- ið á meðan hann talar. Ég þyrfti mest af öllu að bæta sjálfstraust og skotnýtingu. - Hvers vegna körfubolti? Ég hef æft íþróttir alla mína ævi. Ég byrjaði í fimleikum frá fjögurra ára aldri og þangað til ég varð níu ára, þá tók fót- boltinn við í nokkur ár og síðan handbolti í eitt ár en svo fékk ég allt í einu dellu fyrir körfubolta. Ég skil ekki af hverju ég byrjaði ekki fyrr því þetta er lang- skemmtilegasta íþróttin finnst mér og hún spilar stórt hlutverk í mínu lífi. - Hverjir eru þínir framtíðardraum- ar í körfubolta og lífinu almennt? Komast í unglingalandsliðið og meist- araflokk en ég er ekki alveg viss hvað ég vil verða þegar ég verð eldri. Allavega komast inn í Versló, það er víst. - Er einhver þekktur íþróttamaður í fjölskyldu þinni? Enginn í fjölskyldunni hefur spilað körfubolta, ekki nema þá einn frændi minn sem var í meistaraflokki liðsins í Vík í Mýrdal, Drangur held ég að liðið heiti. - Hvernig líst þér á nýju aðstöðuna sem verður hjá Val í körfubolta? Ég hlakka mjög mikið til að byrja að æfa í nýja húsinu en mér finnst að Valur ætti að leggja meiri áherslu á alla flokka, kvenna og karla. Ég hef til dæmis aldrei keppt í búningi sem passar á mig, þeir eru allir of stórir og lrka hálfgamlir. Mig langar í nýja búninga með nýja húsnæð- inu og ég held ég tali fyrir hönd flestra í liðinu mínu. - Hver stofnaði Val og hvenær? Valur var stofnaður af sex strákum 11. maí 1911 og Friðrik Friðriksson, stofn- andi KFUM og KFUK tók víst einhvern þátt í þessu öllu saman. Leit.is getur bjargað manni. - Áttu þér lífsmottó eða lífsspeki í einni setningu? „If you aint first, you’re last.“ (Will Ferrel) Valsblaðið 2006 61

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.