Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 61

Valsblaðið - 01.05.2006, Síða 61
Ungir Valsaran Þorbergur Ingvi Kristjánsson leikur hörfubolta með 11. flokki hjá Ifal Þorbergur er 15 ára gamall og hefur æft körfubolta hjá Val í rúmlega eitt ár. Hann æfði með Ármanni/Þrótti í tvö ár og var mjög áhugasamur en fannst félagar sínir ekki nægilega áhugasamir að æfa. Hann þekkti Atla Barðason í 11. flokki Vals og ákvað að skipta um félag sem hann telur að hafi meiri metnað í körfubolta. Frænka hans Rósa Júlía Steinþórsdóttir lék knattspyrnu með Val og landsliðinu. - Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sambandi við körfu- boltann? Það er mikilvægt að fá stuðning við það sem maður er að gera, hvað sem það er, ég fæ nægan stuðning frá foreldrum mínum. - Hvernig gengur? í fyrra gekk okkur ekki nógu vel, við end- uðum í C-riðli í 10. flokki og rétt héldum okkur í B riðli í 9. flokki með sigri á KR á íslandsmótinu. Svo til að enda tímabilið fórum við til Gautaborgar í Svíþjóð og það var mjög gaman. En nú í vetur hefur okkur öllum farið mikið fram og við fengum líka tvo nýja leikmenn, Ingólf og Togga, og komumst strax í A-riðil bæði í 10. og 11. flokki í október. - Skemmtileg atvik úr boltanum. Innan vallar myndi ég segja í hvert sinn sem maður vinnur leik með einni körfu, þá finn ég fyrir miklum létti en utan vallar er það tvímælalaust ferðin til Gautaborgar í maí 2006. - Fyrirmyndir í körfuboltanum? Uppáhaldsleikmaður minn hér- lendis er Frikki í Njarðvík en ég er ekki viss með erlend- is, ég fylgist ekki mikið með NBA en ég las grein í Blaðinu um Chris Paul sem var valinn nýliði árs- ins en hann er að koma Homets liðinu aftur á kort- ið, þannig leikmönnum er ég hrifnastur af, sem geta rifið liðið sitt upp. - Hvað þarf til að ná langt körfubolta eða íþróttum almennt? Mér finnst aðalmálið vera að taka vel á því á æfing- um og vera 1 0 0 og hlusta á þjálfarann, ekki góna út í loft- ið á meðan hann talar. Ég þyrfti mest af öllu að bæta sjálfstraust og skotnýtingu. - Hvers vegna körfubolti? Ég hef æft íþróttir alla mína ævi. Ég byrjaði í fimleikum frá fjögurra ára aldri og þangað til ég varð níu ára, þá tók fót- boltinn við í nokkur ár og síðan handbolti í eitt ár en svo fékk ég allt í einu dellu fyrir körfubolta. Ég skil ekki af hverju ég byrjaði ekki fyrr því þetta er lang- skemmtilegasta íþróttin finnst mér og hún spilar stórt hlutverk í mínu lífi. - Hverjir eru þínir framtíðardraum- ar í körfubolta og lífinu almennt? Komast í unglingalandsliðið og meist- araflokk en ég er ekki alveg viss hvað ég vil verða þegar ég verð eldri. Allavega komast inn í Versló, það er víst. - Er einhver þekktur íþróttamaður í fjölskyldu þinni? Enginn í fjölskyldunni hefur spilað körfubolta, ekki nema þá einn frændi minn sem var í meistaraflokki liðsins í Vík í Mýrdal, Drangur held ég að liðið heiti. - Hvernig líst þér á nýju aðstöðuna sem verður hjá Val í körfubolta? Ég hlakka mjög mikið til að byrja að æfa í nýja húsinu en mér finnst að Valur ætti að leggja meiri áherslu á alla flokka, kvenna og karla. Ég hef til dæmis aldrei keppt í búningi sem passar á mig, þeir eru allir of stórir og lrka hálfgamlir. Mig langar í nýja búninga með nýja húsnæð- inu og ég held ég tali fyrir hönd flestra í liðinu mínu. - Hver stofnaði Val og hvenær? Valur var stofnaður af sex strákum 11. maí 1911 og Friðrik Friðriksson, stofn- andi KFUM og KFUK tók víst einhvern þátt í þessu öllu saman. Leit.is getur bjargað manni. - Áttu þér lífsmottó eða lífsspeki í einni setningu? „If you aint first, you’re last.“ (Will Ferrel) Valsblaðið 2006 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.