Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 3
Fáein orð um
barnaspurningar.
J>að er kunnugt, að þrjár barnalærdómsbækur eða
þrjú «kver» hafa verið liöfð lijer á landi til þess að
fræða börn í kristindóminum á þessari öld. Fyrstur
var gamli Balle einn frá 1797, er hann var prentaðr
fyrst og þangað til 1866; þá kom Balslevs kver, sem
sumir kölluðu ctossakverið», af því að það var stutt og
einfalt; var það liaft jöfnum höndum með Balle, þang-
að til 1878, að liinn «kristilegi barnalærdómr» síra
Helga Hálfdánarsonar prestaskólakennara var lögleiddr
með hinum. Bæði fyrri kverin voru þy'dd úr dönsku,
enn ið síðasta er frumritað á íslenzka tungu.
Reynslan hefir sýnt það, við hvert af kverum þess-
um mönnum hefir fallið bezt. Kver síra Helga hefir
nú svo rutt sjer rúm, að það má víst fullyrða, að örfá
börn á landinu hafi nú um nokkur ár lært annað
kver enu það. J>að liefir líka mikið fram yfir hin sér
til ágætis: málið er liprt, ljóst og aðgengilegt, og óvíða
með lærdómsblæ, nema ef vcra kynni að það hittust á
einstöku stað óþægilega langar hugmyndatengingar í einni
málsgrein(t. d. 108.ogl4l.gr.); efninu er mjögljóstog
skipulega raðað niðr, svo að einn kaílinn er undir öðr-
l