Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 53
51
pví, að hún er veikbyggðari en pilturinn. J>að liggur
pví í eðlisfari hennar að vera kyrlátari.
Yjer sjáum daglega pennan mismun, og maúti
virðast ástæða til að gera meiri mun en gert er með
framangreindum tölum á lundarlagi stúlkna og pilta.
En orsökin til pessa greinilega mismunar er ekki mis-
munandi lundarlag, heldur ólíkt kyn. pannig kemur
hin sangvinska lund öðruvísi fram hjá piltinum, af
pví að hann er piltur, og öðruvísi hjá stúlkunni af pví
að hún er stúlka. Sama lundin kemur einnig öðru-
vísi fram hjá bónda en hjá hershöfðingja. það eru
ytri atvik, sem skapa mismuninn, en lundin er hin
sama. Mundi ekki Napoleon, sem var kóleriskur í húð
og hár, hafa orðið allt annar maður, ef hann hefði
orðið t. d. kaupmaður? En kóleriskur hefði hann verið
allt að einu.
Vjer höfum reynt að sýna með tölum hlutfallið
milli manna með ýmsu lundarlagi; en petta er, eins og
að líkindum ræður, óuákvæmt. Hjer er }?msra orsaka
vegna mjög örðugt að komast að rjettri niðurstöðu; auk
pess sem tölurnar verða allt aðrar og hlutföllin breyt-
ast eptir pví í hvaða landi börnin lifa, og við hver ytri
lifskjör pau eru upp alin. Heldur ekki eiga pær tölur,
sem hjer eru nefndar, við fullorðna menn. Lundar-
lagið breytist með aldrinum eptir uppeldi, reynslu og
öðrum atvikum.
|>að var ekki ætluu vor, að sýna sambandið milli
lundarlagsins og hitans í blóðinu. Vjer gjörum ráð
fyrir að lundin sje örari par sem blóðið er heitt. En
hitinn í blóðinu er fvrst og fremst kominn undir lopt-
hitanum, par sem maðurinn elur aldur sinn. J>að flýt-
ur pví af sjálfu sjer, að lund manna — og pó einkum
barna — verður að vera mismunandi á norðurlöndum
4*