Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 101
Löngu síðar
Frásaga sú, er hjer fer á eptir, er tekin úr ame-
ríslcu blaði, og byrjar hún á því að ]ýsa afskekktri
sveit í Ameríku; þar er gamalt skólahús hrörlegt og
vanhirt, marglitt orðið utan og innan, af því að um
langan tíma hefur það ekki verið málað, hurðarlamir
eru bilaðar, skráin kolryðguð og allt eptir þessu. í
þessu húsi á kennslukonan Daniels að byrja kennslu
sína.
pað var hávetur, snjóað hafði um nóttina og smá-
skaflar voru á neðstu rúðunum öðru megin í húsinu,
en ofninn var glóðheitur og lagði hitann frá honum um
alla kennslustofuna, svo að þar var þægilegt að vera.
«t>að verður komið gott veður á inorgun», sagði
Haynes bóndi á meðan var verið að borða rnorgunverð
lijá honum; þegar morgunverði var lokið, settist jómfrú
Daniels uppdúðuð á sleða og ók Haynes með hana til
skólans.
«|>arna leggur reykinn upp úr reykháfnum á skóla-
liúsinu. Jeg bjóst við að drengirnir væru komnir»,
sagði bóndi.
Stormurinn hafði rifið snjóinn saman í skafla, svo
að seinfarið var, og klukkan var ineir en 9, þegar pau
komust að skólanum.