Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1890, Blaðsíða 100
98
stammt á veg. Jsau, sem eru í meðallagi, eru nokkurn-
veginn lesandi og skrifa svo vel, að paó verður lesið,
stafsetningin er stórlítalítil; í reikningi eru flest komin
aptur í tugabrot, og einstök lítið eitt lengra; þaukunna
liann eins og peim hefur verið kennt; liafi kennslan
verið góð, gleyma pau seint reikningnum, liafi hún ver-
ið ljeleg, rýkur allt óðara burt. Stundum hafa pau
lesið landafræðis-ágripið litla, stundum hafa pau, ef til
vill, lært pað sem pulu, án landabrjefs, og stundum
hefur peim verið kennt vel. En hitt er aptur örðugt
að segja, hvort pau hafa nokkuð menntast af pessu
námi, hvort pau hafa nokkuð iært að hugsa. Á stöku
stað hafa pau máske gert pað. Helzt til víða eru kenn-
arar pannig, að pess er tæplega að vænta. — Það er
mikill munur á, livað nágrannapjóóir vorar vanda til
alpýðu menntunar sinnar eða vjer; pær láta æskulýð
sinn fara miklu betur undirbúinn út í lífið lieldur en
vjer gerum. Alpýðumenutun vor er rnikið farin að
dragast á eptir annara pjóða, og pað horíist illa á, ef
hún heldur lengur áfram að dragast aptur úr; pað er
hætt við að barátta vor fyrir tilverunni verði æ eríiðari,
pegar vjer stöndum á baki öðrum í pekkingu og
menningu.
0. S.